fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Besta brokkolísalat í heimi

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 17. maí 2020 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grillsumarið mikla er byrjað. Þótt grillkjötið sé oft einfalt og keypt tilbúið þá er talsvert sóknarfæri í því að henda í djúsí meðlæti sem tryllir gesti og kætir kroppinn. Una Guðmunds á Unabakstur.is  er sérlegur matgæðingur Dv og kemur hér með uppskrift af fullkomnu salati.  „Þetta salat hefur mamma mín oft gert í gegnum tíðina fyrir veislur. Það er alltaf jafn vinsælt og svakalega bragðgott. Best er að gera salatið daginn áður en það er borið fram. Það er fullkomið sem meðlæti með hverju sem er eða hreinlega ofan á brauð.“

Brjálað brokkólísalat

1 brokkolíhaus
1 rauðlaukur
1 bréf beikonstrimlar
1 pakki furuhnetur
3 msk. majónes
3-4 dropar balsamedik

Byrjið á að saxa brokkólíið smátt.
Ristið furuhneturnar á pönnu.
Saxið rauðlaukinn og steikið á pönnu með beikonstrimlunum.
Hrærið öllu saman í skál ásamt majónesinu og balsamedikinu.

Geymið í nokkrar klukkustundir í kæli og berið fram með snittubrauði eða góðu kexi, sem mðlæti með grillmat eða nánast hverju sem er.

Meinhollt og mökkgott

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa