fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Matur

Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar þú kaupir grænmeti

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Linda Sveinsdóttir, sölustjóri Sölufélags garðyrkjumanna greinði frá áhugaverðum upplýsingum í samskiptum við DV, er vörðuðu sölu á grænmeti.

Hún greindi frá því að nú væri skortur á grænmeti hér á landi, en það væri misjafnt eftir tegundum, um árstíðarbundnar sveiflur væri að ræða. Kristín sagði að verðið væri jafnframt svipað og í fyrra.

Kristín deildi einnig eftirfarandi plaggi með DV, en það getur nýst vel í matarinnkaupum. Um er að ræða matardagatal sem sýnir hvaða grænmeti fæst í hvaða mánuðum.

graenmetisdagatal-2020

Þegar að Kristín var spurð út í hvort að mögulegt væri að auka afköstin í ár svaraði hún:

„Já bændur hjá SFG ætla að auka afköstin í allri útirækt í ár hvað mest þeir geta. Vonum bara að veðrið verði okkur öllum hagstætt eins og það var í fyrra. Einnig er verið að byggja ný gróðurhús til ræktunar á gúrkum og tómötum sem dæmi. Vonandi förum við að fá uppskeru úr þeim húsum upp úr áramótum ef allt gengur eftir.“

Á árinu 2019 var metsala í blómkáli og spergilkáli. Sala á því síðarnefnda jókst um 130%. Þá þótti sala á gulrótum einnig mjög góð. Mest seldist af tómötum, gúrkum og kartöflum.

1000 tonn af tómötum
1400 tonn af gúrkurm
1450 tonn af kartöflur

Um 6.000 tonn af græmeti á ári seljast að jafnaði í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
14.06.2020

New York ostakaka Guðmundar Franklíns

New York ostakaka Guðmundar Franklíns
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber