fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Matur

Landsliðskokkar opna sælkerabúð – Svona slærðu í gegn heima hjá þér

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson opna í dag verslunina Sælkerabúðina Bitruhálsi. Báðir hafa þeir verið í kokkalandsliðinu og Viktor skrifaði þar að auki eina vinsælustu matreiðslubók síðari ára, Stóru bókina um sous vide.

Sælkerabúðin opnar klukkan tvö í dag, en búðin sérhæfir sig í hágæða kjöti og meðlæti. Þá er einnig mikil áhersla á matarpakka, sem hægt er að sækja eða fá senda. Með þeim getur fólk keypt tilbúna rétti sem það getur hitað upp.

DV heyrði í Viktori sem sagði frá Sælkerabúðinni.

„Við verðum með truflu-kartöflur, grillað broccolini og svo meira úrval sem við munum bæta í smátt og smátt. Við verðum líka mjög góða osta og olíur. Bara allt þetta sem alvöru sælkerabúð á að vera með.“

„Við ætlum að bjóða upp á tilbúnar heildarlausnir þar sem að þú getur bara keypt matinn klárann. Það verður búið að grilla kjötið og svoleiðis. Þetta er hugsað fyrir fínni matarboð, en þó er alveg hægt að panta fyrir einn og upp úr. Ég myndi segja að þetta væri alveg nýtt. Þú þarft ekkert að hugsa um eldhúsið, ert bara að njóta með fjölskyldunni og svo halda allir að þú hafir eldað dýrindis máltíð.“

Viktor og Hinrik hafa litla reynslu af því að reka verslun, en eru ansi reyndir kokkar. Þeir kynntust í undirbúningi kokkalandsliðsins fyrir eina virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d’Or. Í keppninni hlaut Ísland brons verðlaun sem er einn allra besti árangur liðsins. Auk þess markaði keppnin upphaf á góðu samstarfi.

Viktor bendir á heimasíðu verslunarinnar, Sælkerabúðin.is. Þá segist hann einstaklega ánægður með hönnunina á búðinni sjálfri sem Halli Friðgeirs sá um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu
Matur
Fyrir 3 vikum

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur
Matur
20.08.2020

Nakti kokkurinn sem mokar inn seðlum

Nakti kokkurinn sem mokar inn seðlum
Matur
17.08.2020

Tandoori kjúklingabringur að hætti Vigdísar Hauks

Tandoori kjúklingabringur að hætti Vigdísar Hauks
Matur
11.08.2020

Hugguleg ketó kjúklingabaka að hætti Höllu

Hugguleg ketó kjúklingabaka að hætti Höllu
Matur
09.08.2020

Lítið skref fyrir Jóa, en stórt skref fyrir mig – Óttaðist að missa kökuna fyrir framan hlæjandi manna mergð

Lítið skref fyrir Jóa, en stórt skref fyrir mig – Óttaðist að missa kökuna fyrir framan hlæjandi manna mergð