fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Matur

Nýbökuð pizza á 700 krónur – Allt brjálað að gera

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 16:00

Hver stendur á bak við þetta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pizzastaðurinn Spaðinn opnaði í seinustu viku á Dalvegi í Kópavogi og hefur á örskömmum tíma vakið mikla athygli. Staðurinn sérhæfir sig í ódýrum pizzum sem eru ætlaðar fjöldanum. Þórarinn Ævarsson, gjarnan kenndur við Ikea, er maðurinn á bak við Spaðann, en hann hefur átt mikilli velgengni að fagna í veitingageiranum.

Í samtali við DV sagði Þórarinn að hann hefði lengi verið með hugmyndina af Spaðanum í höfðinu og að öll sín reynsla nýtist vel í nýja starfinu.

„Ég er bakarameistari og vann sem bakari í tíu ár. Svo vann ég á Dominos í þrettán ár, þar lærði ég að gera pizzur fyrir mjög marga og hjálpaði til við að móta stefnuna þeirra. Síðan hef ég auðvitað verið í Ikea þar sem að ég hef gert mikinn mat fyrir lágt verð í þrettán ár.“

Þórarinn vill geta rekið Spaðann líkt og Ikea, með því að gera mikinn mat fyrir lítið verð. Hann vilji græða á því að selja mikið, en ekki með því að rukka mikið, en Þórólfur segist vera með hag neytandans í huga.

Ódýrasta pizzan á 700 krónur

Pizzurnar á Spaðanum eru mjög fjölbreyttar, sú ódýrasta kostar 700 krónur, en þær dýrustu kosta 2500. Þórarinn segist hafa verið með 2500 króna verðmiðann í huga þegar að hugmyndin var að mótast og þegar hann sá að það myndi virka fór hann að vinna að staðnum.

Þórarinn segist ekki vita til þess að einhvers staðar sé hægt að kaupa ódýrari pizzur á landinu og segir að í raun séu þetta verð sem ekki hafi sést í mörg ár.

„Ég hef lengi skammast í þeim sem að rukka 400 krónur fyrir hálfan líter af gosi, en hjá mér kostar það 150 krónur.“

„Ég er kominn heim“

Það hefur verið brjálað að gera á Spaðanum. undanfarna daga hafa myndist raðir fyrir utan staðinn og Þórarinn segir að samt eigi staðurinn eftir að auglýsa sig.

„Sumir setja spurningarmerki við það að ég sé komin úr þægilegri velborgaðri skrifstofuvinnu, en ég fann það bara á föstudaginn seinasta þegar að það kom svona smá sprenging í verslunina að ég er kominn heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
23.06.2020

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
22.06.2020

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara