fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Matur

Una í eldhúsinu: Hvítlaukskjúklingur með spínati og beikoni

Una í eldhúsinu
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 14:00

Una Guðmundsdóttir er nýr matgæðingur DV og heldur úti síðunni unabakstur.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einfaldur og góður kjúklingaréttur sem er fljótlegur í undirbúningi.

Fyrir 4-5 manns

Hráefni:

6 stk. kjúklingabringur
1 stk. hvítlaukur
20-25 stk. ólífur
4-5 stk. beikonsneiðar
5-6 stk. sólþurrkaðir tómatar (má
vera meira ef fólk vill)
Handfylli af spínati
½ dl rjómi
Rifinn ostur að vild
1 tsk. smjör

Aðferð:

  1. Byrjað er á að skera mjög smátt niður ólífur, hvítlauk, beikonsneiðar og sólþurrkaða tómata.
  2. Steikið ásamt spínatinu á pönnu. Gott er að setja ca. 1 tsk. smjör saman við.
  3. Kjúklingabringurnar kryddaðar með salti og pipar, steiktar á pönnu 2-3 mínútur á hvorri hlið til að loka þeim.
  4. Setjið bringurnar í eldfast mót og inn í ofn í 25 mínútur á um 180 gráður, undir- og yfirhita.
  5. Takið kjúklinginn úr ofninum og hellið hráefnunum (ólífu- og spínatblöndunni) sem búið var að steikja á pönnu yfir bringurnar ásamt því að hella rjóma yfir þær.
  6. Stráið svo rifnum osti yfir.
  7. Setjið aftur í ofninn og eldið í um 15-20 mínútur í viðbót eða þar til kjúklingabringurnar eru tilbúnar.
  8. Á meðan kjúklingabringurnar eldast er tilvalið að sjóða hrísgrjón eða setja hvítlauksbrauð í ofninn. Gott salat klikkar einnig seint.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
14.06.2020

New York ostakaka Guðmundar Franklíns

New York ostakaka Guðmundar Franklíns
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber