fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Matur

„Vodkinn okkar er ekki handspritt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. mars 2020 17:00

Mynd:Titosvodka.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttinn við COVID-19 hefur náð til Bandaríkjanna og hefur fólk gripið til ýmissa ráðstafana til að vernda sig og sína fyrir smiti. Sumir hafa gripið til ansi óvenjulegra ráða við sótthreinsun handa sinna. Það hefur orðið til þess að vodkaframleiðandinn Tito‘s, sem er með höfuðstöðvar í Austin í Texas, hefur sent frá sér aðvörun til almennings um að það dugi ekki að nota vodka sem handspritt.

„Samkvæmt ráðleggingum yfirvalda þarf handspritt að innihalda að minnsta kosti 60 prósent alkóhól. Tito‘s Handmade Vodka inniheldur aðeins 40 prósent alkóhól og uppfyllir því ekki ráðleggingar yfirvalda.“

Skrifaði fyrirtækið á Facebook að því er segir í frétt CNN.

Með þessu var fyrirtækið að bregðast við ummælum manns sem stærði sig af að nota vodka frá Tito‘s sem handspritt. Aðrir hafa prófað sig áfram við framleiðslu á eigin handspritti, til dæmis með því að blanda vodka og aloe vera saman.

Að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er þetta þó ekki snjallt, jafnvel þótt handspritt sé uppselt. Stofnunin mælir frekar með að fólk þvoi hendur sínar oft og almennilega, í minnst 20 sekúndur í hvert sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu
Matur
Fyrir 2 vikum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum
Matur
Fyrir 4 vikum

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
05.06.2020

Girnilegar ostakökur á korteri

Girnilegar ostakökur á korteri
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
30.05.2020

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska
Matur
27.05.2020

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum