fbpx
Laugardagur 05.desember 2020
Matur

Stafræn súkkulaðiveisla – Sala á súkkulaði hefur hrunið vegna kórónuveirunnar

DV Matur
Föstudaginn 27. mars 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaðiframleiðendur um heim allan hafa opnað dyr að framleiðslu sinni á stafrænni súkkulaðihátíð sem heitir einfaldlega #StayHomeWithChocolate.

Hátíðin hófst þann 24. mars og lýkur laugardaginn 28. mars, á morgun. Öllum viðburðum hátíðarinnar, allt frá námskeiðum til fyrirlestra, hefur verið streymt beint á Instagram en allir framleiðendur sem taka þátt framleiða svokallað „frá baun til stykkis“ (e. Bean-to-bar) súkkulaði.

Íslendingar eiga fulltrúa á hátíðinni, framleiðandann Omnom. Kjartan Gíslason, einn af framleiðendum Omnom, segir í samtali við Forbes að sala á súkkulaði hafi hrunið í skugga kórónuveirufaraldurs og því fagni hann framtakinu, en COVID-19 hefur haft gríðarlega slæm áhrif á litla súkkulaðiframleiðendur víðs vegar um heiminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

5 uppáhalds veitingastaðir Ernu Hrundar – „Leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.“

5 uppáhalds veitingastaðir Ernu Hrundar – „Leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar Guðrún Sóley á venjulegum degi

Þetta borðar Guðrún Sóley á venjulegum degi
Matur
04.11.2020

Íslenskir veitingastaðir auglýsa samkeppnisaðila – Burger King auglýsir MacDonalds

Íslenskir veitingastaðir auglýsa samkeppnisaðila – Burger King auglýsir MacDonalds
Matur
18.10.2020

Matarmikil gúllassúpa á köldu haustkvöldi

Matarmikil gúllassúpa á köldu haustkvöldi
Matur
17.10.2020

Þetta borðar Geir Gunnar á venjulegum degi

Þetta borðar Geir Gunnar á venjulegum degi