fbpx
Sunnudagur 07.júní 2020
Matur

Helga Hrafni finnst þetta alls ekki eiga heima á hamborgara – Margir ósammála: „Hneyksli!“

DV Matur
Mánudaginn 23. mars 2020 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, varpaði sprengju á Twitter í gær.

Hann ákvað eftir ráðum Áslaugar Örnu og Víðis Reynissonar og tala um eitthvað annað en kórónuveiruna, og tala um hamborgara. Eða réttara sagt, segja hvað honum finnst alls ekki eiga að fara á hamborgara.

„Ég er til dæmis þeirrar (réttu) skoðunar að tómatur eigi ekki heima á hamborgara. Í alvöru, hann passar ekkert inn í. Þetta er bara eins og að setja sinnep út á kókópöffs. Hvað er að fólki? Hver setur sinnep á kókópöffs?“

Twitter-færsla Helga hefur vakið athygli og er óhætt að segja að það eru ekki margir með honum í liði.

Ólafur nokkur sakar þingmanninn um rasisma gegn tómötum.

„Eins basic original classic hamborgari sem til er, er svona: Majónes, tómatsósa, kálblað, tómatur, súr gúrka. Ert að tala gegn hamborgarasögunni með þessum tómat-rasisma!“ Segir hann.

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir:

„Stundum þá er ég bara svo alveg gjörsamlega ósammála þér að hálfa væri nóg.“

Einn segir að: „Búllu borgari án tómata er hneyksli.“

Patti er ósammála Helga Hrafni og segir að hann „myndi frekar setja sinnep út á kókópöffsið mitt heldur en að sleppa tómatinum á hamborgarann.“

Svo er það hann Oddur sem segir bara: „Fokkings crazytalk.“

Hvað segja lesendur, ertu sammála Helga eða er þetta „crazytalk“?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

,,Heilalausir rasistar“
Matur
Fyrir 2 vikum

Hélt aðeins of lengi augnsambandi við rollu í hríðum

Hélt aðeins of lengi augnsambandi við rollu í hríðum
Matur
Fyrir 2 vikum

Ódýrari leið til að bjóða upp á grillveislu

Ódýrari leið til að bjóða upp á grillveislu
Matur
Fyrir 2 vikum

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst
Matur
Fyrir 2 vikum

Besta brokkolísalat í heimi

Besta brokkolísalat í heimi
Matur
Fyrir 3 vikum

Landsliðskokkar opna sælkerabúð – Svona slærðu í gegn heima hjá þér

Landsliðskokkar opna sælkerabúð – Svona slærðu í gegn heima hjá þér
Matur
Fyrir 3 vikum

Brauð til að monta sig af: Kolbikasvart súrdeigsbrauð

Brauð til að monta sig af: Kolbikasvart súrdeigsbrauð