fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það

DV Matur
Fimmtudaginn 12. mars 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Avókadó er frábær ávöxtur. Já avókadó er tæknilega séð ávöxtur en ekki grænmeti. Avókadó flokkast meira að segja undir ber.

Avókadó er með þykkt hýði sem minnir á leður. Við borðum ekki hýðið heldur sköfum aldinkjötið innan úr því. Þess vegna þvær fólk almennt ekki ávöxtinn.

En það er rangt! Það er mjög mikilvægt að þrífa avókadó. Hvað þá núna, á tímum COVID-19, er enn mikilvægara að þrífa það.

Ímyndaðu þér að þú sért að versla avókadó. Þú tekur upp einn ávöxt, kreistir hann og finnur hversu þroskaður hann er. Lætur hann niður og tekur upp næsta. Þú endurtekur þetta svona fimm til tíu sinnum þangað til þú ert komin með nokkrar lárperur í körfuna þína. Hljómar kunnuglega ekki satt? Ímyndaðu þér núna allt fólkið á undan þér og á eftir þér sem gera það sama. Ímyndaðu þér alla sýklanna sem eru á lárperunni sem þú keyptir, allar hendurnar sem hafa meðhöndlað hana.

En nú hugsarðu örugglega, en ég borða ekki hýðið þannig þetta skiptir engu máli.

„Vandamálið með afurð eins og avókadó er að þó svo að við borðum ekki hýðið þá getur baktería eða drulla færst yfir í þann hluta ávaxtarins sem er ætur þegar við skerum hann,“ segir næringarfræðingurinn Brenna O‘Malley, eigandi heilsubloggsins The Wellfull við PopSugar.

„Ráðgjafar lyfja- og matvælastofnunnar Bandaríkjanna (FDA) ráðleggur að þrífa allar afurðir áður en þær eru matreiddar eða borðaðar, hvort sem við borðum hýðið eða ekki.“

Það er því ekki aðeins mikilvægt að þrífa avókadó heldur einnig aðrar afurðir eins og appelsínur og vantsmelónur. Markmiðið er ekki einungis að losna við sýkla og bakteríur, heldur einnig skordýraeitur sem er spreyjað yfir afurðirnar í ræktun.

Hins vegar er í lagi að borða banana án þess að þrífa þá fyrst því þú skerð ekki hýðið. En ef þú ætlar að skera hýðið af bananum, þrífðu það fyrst.

Þú getur þrifið afurðir með annað hvort vatni og sérstökum afurðarbursta, eða notað sérstakan afurðarhreinsi sem inniheldur sítrónusýru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa