fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Matur

Læknirinn í eldhúsinu er í sóttkví – Sjáðu hvað er á matseðlinum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. mars 2020 12:30

Læknirinn í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, var settur í sóttkví í gær. Hann hefur birt myndir af máltíðum sem hann hefur borðað hingað til í sóttkvínni og er óhætt að segja að niðursuðudósir koma hvergi við sögu.

Máltíð sem Ragnar eldaði handa fjölskyldunni á fyrsta degi sóttkvíar. Uppskriftina er hægt að nálgast á laeknirinnieldhusinu.com/

„Ég sá listann,“ segir hann og vísar í lista sem Fréttablaðið birti um hvað fólk þarf að eiga í eldhúsinu í sóttkví.

„Eftir að ég birti myndina í gær fékk ég spurningar um hvar kartöflumúsarduftið væri. En ég held að þetta sé frekar gamaldagslisti nema við förum í einhverja lengri sóttkví. Á tímum heimsendinga frá Heimkaup og Nettó þá held ég að við komumst vel af.“

Ragnar og fjölskylda hans eru í sóttkví. „Foreldrar mínir og æskuvinur minn og fjölskylda hans voru líka sett í sóttkví sama dag. Allir sem komu heim frá Austurríki sama dag, 2. mars. Þegar við komum heim forvitnaðist ég um hvort við ættum að fara í sóttkví en það var ekki búið að skilgreina þennan hluta Austurríkis sem hættusvæði. Það gerðist ekki fyrr en í gær,“ segir Ragnar.

Nóg af mat

„Ég á það til að birgja mig upp af mat (e. hoarding) þannig hér eru allar frystikistur fullar af lambakjöti og nautakjöti. Konan mín hafði vit á því að kaupa eitthvað af pasta og tómötum í dós og svona. Þannig það fer vel um okkur í sóttkvíinni,“ segir Ragnar.

Fjölskyldu Ragnars finnst ekki leiðinlegt að hann nostri við þau með dýrindismáltíðum.

„Fyrsta daginn var valið að hafa tacos í matinn. Við gerðum tvenns konar, annars vegar kjúklingataco og hins vegar hefðbundið taco með mangósalsa. Þetta var alveg ofboðslega gott. Síðan hafa verið umræður um hvað á að vera í matinn í kvöld. Sonur minn vill gera hamborgara frá grunni,“ segir Ragnar og þá heyrist: „Panta pítsu!“ í bakgrunninum.

„Ragnhildur dóttir mín vill panta pítsu. Hún er sjö ára og er mjög spennt yfir þessari hugmynd með Heimkaup. Hún fann vefsíðuna sjálf á netinu,“ segir hann.

Sex daga sóttkví

Nema að eitthvað breytist er Ragnar og fjölskyldan í sóttkví til 15. mars.

„Þetta er ekkert hræðilegt. Ég gæti ímyndað mér margt verra en að eyða tíma með fjölskyldunni í viku,“ segir hann.

Aðspurður hvort hann ætli að prófa einhverjar spennandi uppskriftir í vikunni segir Ragnar:

„Já. Ég á nautarif inn í fyrsti og svo er ég með kóreska uppskrift sem mig langar að prófa. Svo elska ég langeldaðan mat, þannig ég ætla að reyna að nota tækifærið og vera duglegur í því. Fyrst að maður hefur allan daginn, af hverju ekki að nota hann allan.“

Þú getur fylgst með Ragnari og eldamennsku hans á Instagram. Hann er einnig með Facebook-síðu og bloggsíðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu
Matur
Fyrir 2 vikum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum
Matur
Fyrir 4 vikum

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
05.06.2020

Girnilegar ostakökur á korteri

Girnilegar ostakökur á korteri
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
30.05.2020

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska
Matur
27.05.2020

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum