fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Unaðslega Semlan – Svona býrðu til rjómabollu að hætti Svía

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 14:30

Mycket bra! Semlan klikkar ekki. Mynd: Wikipedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolludagurinn nálgast óðfluga en hér er uppskrift að sænsku Semlunni sem slær alltaf í gegn.

Sænska Semlan

Hráefni:

2 tsk. þurrger
1/2 bolli volgt vatn
1/3 bolli + 1/2 tsk. sykur
1/2 bolli volg mjólk
75 g brætt smjör
1 tsk. salt
1 egg, þeytt
1 tsk. kardimomma
4 bollar hveiti

Eggjabað – Hráefni:

1 eggjarauða
1 msk. rjómi

Fylling – Hráefni:

1 eggjahvíta
1/2 bolli malaðar möndlur
3/4 bolli flórsykur

Aðferð:

Blandið vatni, geri og 1/2 tsk. af sykri saman í skál. Leyfið að blómstra í nokkrar mínútur. Bætið mjólk, smjöri og eggi saman við. Bætið síðan kardimommu, hveiti, 1/3 bolla af sykri og salti saman við og hnoðið vel saman. Deigið verður klístrað. Hyljið skálina með viskastykki og látið hefast í um klukkustund. Skiptið deiginu í um 15 til 18 bita og búið til kúlur úr bitunum. Raðið á smjörpappírsklædda plötu með smá millibili. Setjið inn í ofninn, ekki kveikja á honum, og látið hefast í klukkustund til viðbótar. Takið úr ofninum. Blandið eggjarauðu og rjóma saman og penslið bollurnar. Hitið ofninn í 175°C og bakið bollurnar í um 20 mínútur. Búið síðan til fyllingu. Stífþeytið eggjahvítu og blandið saman við möndlur og sykur. Þeytið rjóma. Þegar bollurnar hafa kólnað er hola skorin í miðjuna vog fyllt með um matskeið af fyllingu. Rjóma er sprautað ofan á og bollunni lokað. Loks er flórsykri dustað yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa