fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Matur

Svona á að búa til hina fullkomnu vatnsdeigsbollu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 22. febrúar 2020 14:30

Lakkrís- og kókosbolla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fer hamförum í rjómabollum og hitar rækilega upp fyrir einn besta dag ársins – sjálfan bolludaginn. Vatnsdeigsbollur geta vafist  fyrir sumum en hér kemur skotheld uppskrift.

Bestu vatnsdeigsbollurnar

Hráefni:

220 g smjör
2 bollar vatn
1/2 tsk. salt
2 bollar hveiti
6–8 egg

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C á undir- og yfirhita. Setjið smjör og vatn í pott og bræðið yfir meðalhita. Náið upp suðu. Slökkvið síðan á hellunni og blandið hveiti og salt rösklega saman við þar til blandan hættir að festast við pottinn. Skellið í hrærivélaskál og kælið þar til hættir að rjúka úr deiginu þegar það er snert. Pískið eggin, byrjið á sex eggjum ef þau eru mjög stór. Hafið hrærivélina í gangi og blandið eggjunum smátt og smátt saman við. Passið að hræra vel á milli til að sjá þykktina á deiginu. Það á að vera frekar stíft og glansandi. Sprautið bollum á smjörpappírsklædda ofnplötu eða notið skeið til að móta bollurnar. Bakið í 25 til 30 mínútur og alls ekki opna ofninn fyrr en eftir 20 mínútur svo bollurnar falli ekki. Hér fylgja með þrjár hugmyndir að fyllingum.

Bingó! Lakkrís og kókos.

Lakkrís og kókos

Bræðið saman nokkrar bingókúlur og dreitil af rjóma. Fyllið bolluna með rjóma, 1/3 af kókosbollu og lakkrískurli. Lokið bollunni og hellið bingókúlusósunni yfir.

Fyrir nautnaseggi Karamella og salthnetur.

Salthnetur og karamella

Sprautið karamellusósu í botninn og rjóma ofan á. Skerið niður Twix og setjið ofan á rjómann. Lokið bollunni. Blandið saman mjólk, flórsykri og karamellusósu þar til þykkur karamelluglassúr verður til. Hellið ofan á bolluna.

Súrt og sætt Sítróna og jarðarber.

Sítróna og jarðarber

Hrærið Royal-búðing með sítrónubragði saman við 1/4 lítra mjólk og 1/4 lítra rjóma. Látið stífna. Fyllið bolluna með búðingnum og jarðarberjum. Dustið flórsykri ofan á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 vikum

Kringlótt kruðerí – Gúmmelaði sem erfitt er að standast

Kringlótt kruðerí – Gúmmelaði sem erfitt er að standast
Matur
Fyrir 3 vikum

Berst Kórónuveiran með matvælum? Nei, en…

Berst Kórónuveiran með matvælum? Nei, en…