fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Matur

Jólamöndlur hjúpaðar með kanil og karamellu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. desember 2020 12:30

Júlía Magnúsdóttir. Mynd/Lifðu Til Fulls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Lifðu Til Fulls, deilir hér gómsætri uppskrift að hollu jólasnarli.

„Það kemur mér alltaf í jólaskap að rölta um bæinn yfir hátíðirnar og finna dásamlega ilminn af ristuðum möndlum með kanil. Nú má sannarlega koma með þennan jólailm heim með þessum sykurlausu kanilhjúpuðum möndlum. Þær gefa ljúfan karamellukeim sem kemur skemmtilega á óvart með kanilbragðinu og gerir möndlurnar að ómótstæðilegu jólasnarli,“ segir Júlía.

„Það er einfalt að gera þessa uppskrift og getur þú horft á örstutt myndband með mér til að sýna þér hvernig á að fara neðst í greininni. Ég nota steviu sem sætugjafa í uppskriftina sem gerir möndlurnar að algjörlega sykurlausu snarli! Einnig má nota aðra náttúrúlega sætugjafa eins og kókospálmasykur eða hlynsíróp.“

Mynd/Lifðu Til Fulls

Jólamöndlur hjúpaðar með kanil og karamellu

Þessar færa ilminn af jólum sannarlega heim.

Hráefni:

1/2 bolli vatn

2 msk kókospálmasykur/strásykur (ég notaði frá sweet like sugar hér)

2 tsk kanil

1 tsk stevia með karamellubragði*

Salt

1/4 tsk múskat

1/2 bolli möndlur

*Einnig má nota 1 msk hlynsíróp og nokkra dropa af vanillu en karamellubragðið frá steviunni er ómissandi.

Aðferð

  1. Hitið pönnu og fáið upp góðan hita.
  2. Bætið u.þ.b. 1/2 bolla af vatni út pönnuna, eða sem nemur botnfylli á hana og hitið í smástund.
  3. Bætið við sætugjafa og öllu nema möndlum. Hrærið þar til byrjar að sjóða á pönnunni.
  4. Bætið næst möndlum við og hrærið stöðugt í við miðlungshita í 10-15 mín. eða þar til vatnið hefur gufað alveg upp og þess í stað myndað karamelluáferð um möndlurnar. Varist þó að brenna möndlurnar ekki og bætið við vatni ef þarf.
  5. Leggið möndlurnar á bökunarpappír og leyfið að kólna í 2 klst. a.m.k.
  6. Njótið sem hátíðlegt snarl!

Uppskriftin birtist fyrst á LifðuTilFulls.is. Júlía verður með ókeypis netfyrirlestur á næstu dögum sem má lesa nánar um hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins
Matur
Fyrir 3 vikum

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir
Matur
27.02.2021

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift
Matur
27.02.2021

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur
Matur
11.02.2021

Kæfan sem allir eru að tala um – „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar“

Kæfan sem allir eru að tala um – „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar“
Matur
07.02.2021

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum