fbpx
Laugardagur 18.september 2021
Matur

Kynbombutertan sem kyndir í – Rauð flauelisterta með rjómaostakremi

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 8. desember 2020 18:30

Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef hægt er að segja að heimabakstur sé kynþokkafullur þá er þessi fallega rauða og dísæta kaka klárlega það. Una Guðmunds matgæðingur DV deilir hér dýrðlegri uppskrift ag sannkallaðri bombu. „Þessi þriggja hæða, rauða flauelskaka er heldur betur hátíðleg, dúnmjúkur botn með rjómaostskremi.“  Þessi kaka er svo sannalega ástarjátning!

Botnar

350 g hveiti
1 tsk. matarsódi
2 msk. kakó
300 g sykur
2 egg
300 ml matarolía
1 tsk. lyftiduft
25 ml rauður matarlitur.
Ég nota gel matarliti
1 tsk. vanilludropar
250 ml súrmjólk með karamellubragði

Krem 400 g
hreinn rjómaostur
200 g flórsykur
200 ml rjómi
2 tsk. vanilludropar
Hitið ofninn í 180 gráður.

Sigtið saman hveiti, matarsóda og kakó í skál.
Hrærið egg og sykur saman.
Blandið eggjunum saman við hveitiblönduna og bætið lyftiduftinu saman við.Hrærið saman olíu, vanilludropum og matarlit í sér skál.
Blandið öllu saman, hellið súrmjólkinni rólega saman við og hrærið vel á milli.
Setjið í þrjú kökuform og bakið við 180 gráður í um 25 mínútur, stingið tannstöngli eða kökuprjóni í miðjuna á kökubotnunum til að kanna hvort þeir séu tilbúnir. Látið botnana kólna vel áður en þeir eru losaðir úr formunum og kremið sett á.Blandið kremið á meðan botnarnir eru að kólna.
Kremið er einfalt í framkvæmd, rjóminn er léttþeyttur, rjómaostinum og flórsykrinum ásamt vanilludropum bætt saman við og allt þeytt vel saman.
Setjið nóg af kremi á kökuna, á milli botnanna og smyrjið hana að utan með kreminu líka, það gerir kökuna enn betri.
Verði ykkur að góðu

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.05.2021

Eldaðu máltíð fyrir 2 undir 1000 krónur – Spaghetti carbonara sem klikkar ekki

Eldaðu máltíð fyrir 2 undir 1000 krónur – Spaghetti carbonara sem klikkar ekki
Matur
11.05.2021

Ókeypis kranabjór á völdum veitingstöðum og krám

Ókeypis kranabjór á völdum veitingstöðum og krám
Matur
25.04.2021

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“
Matur
25.04.2021

Bilaðar bananamúffur með döðlum og súkkulaði

Bilaðar bananamúffur með döðlum og súkkulaði
Matur
18.04.2021

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
17.04.2021

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni