fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Matur

Áramótakokteilarnir sem þú verður að prófa

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 31. desember 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV óskar lesendum gleðilegs árs og hvetur landsmenn til þess að eiga fleiri gæðastundir við eldhúsborðið með sínum nánustu á næsta ári. Hér má sjá nokkrar kokteilauppskriftir sem hún stingur upp á sem eru tilvaldar fyrir áramótin.

Espresso mart­ini og Flat-white martini

Espresso martini er hátíðlegur drykkur og tilvalinn til að bjóða upp á eftir matinn – sérstaklega ef hugmyndin er að vaka lengi þar sem drykkurinn inniheldur kaffi. Nýlegar hefur þó Flat White martini einnig verið að riðja sér til rúms en þá er notað Bailey‘s sem gerir drykkinn rjómakenndari.

Espresso mart­ini

 • 50 ml Kahlúa
 • 25 ml vodka
 • 25 ml espresso
 • 10-20 ml syk­ur­sýróp
 • Kaffi­baun­ir
 • Ísmol­ar

Eða: Flat-white martini

 • 50 ml Baileys Original Irish Cream.
 • 25 ml vodka.
 • 25 ml espresso.
 • Kaffibaunir
 • Ísmolar

Sama aðferð:

Kælið kokteil­glasið.

Setjið öll hrá­efn­in í kokteilhrist­ar­ann og hristið með ís­mol­um í 10 sek­únd­ur svo að drykkurinn nái að bindast og mynda þykka froðu sem ein­kenn­ir góðan espresso mart­ini.

Hellið kokteil­in­um í kallt glasið.

Skreytið með kaffi­baun­um og berið fram.

 

Mamma þreytt – freyðandi ginkokteill

Þetta er frábær kokteill með sumarlegu ívafi. Það má vel sleppa gininu og nota áfengislaust freyðivín eða jarðaberja AVA sódavatn fyrir börnin.

Innihald per glas

 • 1 dl safi úr vatnsmelónu
 • 2 cl Bleikt gin
 • 1,5-2 dl gott freyðivín Ekki of sætt t.d. Codorniu. Það fæst einnig áfengislaust.
 • Klakar að vild
 • Nokkur trönuber og myntulauf

Byrjið á að mylja niður klaka í glas.

Setjið melónukjöt í blandara og sigtið hratið frá. Þá er kominn safin.

Blandið saman gini og safanum og hrærið varlega saman.

Fyllið upp með freyðivíni.

Skreytið með myntu og trönuberjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Huggulegt heimastefnumót – Hægelduð nautalund með sveppasósu

Huggulegt heimastefnumót – Hægelduð nautalund með sveppasósu
Matur
06.03.2021

Þetta borðar Guðbjörg Finns á venjulegum degi – „Mataræðið má ekki vera of flókið“

Þetta borðar Guðbjörg Finns á venjulegum degi – „Mataræðið má ekki vera of flókið“
Matur
03.03.2021

Kjúklingaréttur á korteri að hætti Berglindar

Kjúklingaréttur á korteri að hætti Berglindar
Matur
21.02.2021

Ketó pítsa að hætti Ásdísar Ránar

Ketó pítsa að hætti Ásdísar Ránar
Matur
21.02.2021

Þetta borðar Ásdís Rán á venjulegum degi

Þetta borðar Ásdís Rán á venjulegum degi