fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Matur

Tvær trylltar sósur – Fullkomin sósa með kalkúninum og Wellington

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 30. desember 2020 20:00

Púrtvínssósan er klassík. Mynd: TM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér koma fullkomnar sósuuppskriftir með áramótamatnum. Við mælum með að þú gerir ríflega því það er ekkert gaman að eiga afgang af matnum ef ekki er til sósa.

Þessi er áberandi góð með Wellington og nautakjöti.

Ef sósublætið á heimilinu er mikið er gott að gera rúmlega af sósunni, sérstaklega ef séð er fram á afganga.
Þessi uppskrift kemur frá ritstjórn DV þar sem sósublæti er gríðarlegt.2 skalottlaukar, saxaðir
2 msk. smjör
150 g blandaðir sveppir t.d. kastaníu, venjulegir og þurrkaðir villisveppir í bland
1 teningur nautakraftur
2 dl vatn
500 ml rjómi
1 tsk. ferskt timjan
4 msk. púrtvín Sandeman hentar vel
½ tsk. dijon-sinnep
⅓ tsk. sjávarsalt
½ tsk. nýmalaður pipar
Saxið laukinn og steikið upp  úrsmjöri.

Þegar hann er farinn að mýkjast fara saxaðir sveppirnir saman við. Setjið blönduna til hliðar – sigtið og notið vökvann í sósuna. Setjið 1 dl af soðnu vatni í bolla með teningnum og látið leysast upp.

Hellið innihaldi bollans í pott með vökvanum af pönnunni og auka dl af vatni. Þá fer rjóminn út í. Timjan og sinnep fer svo saman við. Látið suðuna koma upp og malla í 5 mínútur.

Lækkið undir og bætið púrtvíninu, salti og pipar við. Smakkið til og látið malla við lágan hita í 5 mínútur til að þykkja – lengur til að láta vínandann gufa upp svo sósan verði nú örugglega barnvæn.

Mynd: Veisluréttir Sigga Hall

Kalkúnasósan frá Sigga Hall steinliggur svo alltaf

Sigurður Hall matreiðslumeistari hefur löngum verið talinn sósukóngur Íslands. Siggi er ekki óvanur því að fá símtöl frá ókunnugum á aðfangadag þar sem hann er spurður út í eldamennsku sem hann svarar samviskusamlega. Siggi gaf út bókina Jólaréttirnir að hætti Sigga Hall árið 2012 þar sem þessa gersemi er að finna.

150 g ferskir blandaðir villisveppir 3-5 skalottlaukar, fínt saxaðir
2 greinar timjan
2 lárviðarlauf2 dl hvítvín
7 dl kalkúnasoð (Heimagert eða keypt gæðasoð)
2 og hálfur dl rjómi
Salt og hvítur pipar úr kvörn
1 glas púrtvín eða sérrí

Skerið sveppina í jafna bita.

Bræðið smjörið í djúpum potti og þegar það byrjar að freyða léttsteikið þá sveppina þar í ásamt skarlottlauknum, timjaninu og lárviðarlaufunum. Léttsteikið allt án þess að brúna.

Hellið hvítvíninu yfir og látið sjóða aðeins saman. Bætið soðinu út í og látið sjóða vel saman. Bætið rjóm- anum út í og þykkið ef vill.

Látið suðuna koma upp.

Saltið og piprið efti smekk og bætið víninu út í að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.12.2020

Þetta borðar Karítas Harpa á venjulegum degi

Þetta borðar Karítas Harpa á venjulegum degi
Matur
16.12.2020

Svona býrðu til þrefalda marengstertu með ís á milli – Fullkominn jólaeftirréttur

Svona býrðu til þrefalda marengstertu með ís á milli – Fullkominn jólaeftirréttur
Matur
25.11.2020

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta
Matur
24.11.2020

Lágkolvetnamorgunverður Ágústu – „Ég mæli með að þú prófir“

Lágkolvetnamorgunverður Ágústu – „Ég mæli með að þú prófir“