fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 23. desember 2020 21:00

Eva Laufey Kjaran Mynd: DV: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Laufey Kjaran, bökunardrottning og eldhúsgyðja, gleður landsmenn vikulega í sjónvarpsþætti sínum Jólaboð Evu þar sem hún fer hamförum eins og henni einni er lagið. Ekki gengur þó alltaf alveg allt upp en það er fátt sem Eva reddar ekki með breiðu brosi.

Eva Laufey er alltaf ákaflega lekker til fara og elskar fallega kjóla. Áhorfendur hafa ef til vill tekið eftir að hún er sjaldnast með svuntu. „Ég á mjög margar fallegar svuntur. Gleymi þeim yfirleitt og átta mig á því þegar ég er búin að sulla á mig að það hefði nú verið betra að nota svuntuna. Markmið fyrir 2021, fara oftar í svuntu,“ segir hún hlæjandi.

Eva er með sérlegt flauelsblæti sem er hentugt því oft er nokkuð gott að ná blettum úr slíku efni. „Ég er rosa mikil flauelskona, já, það er hægt að vera flauelskona. Sparilegir og hátíðlegir kjólar, klassískt sem klikkar ekki. Ég á nokkra sem ég held mikið upp á og nota nær eingöngu um jól.“

Sokkabuxur á síðustu stundu

Eva er mikil kjólakona og fer sjaldnast í buxur nema þegar hún þeysist um Akranesið á hlaupatúrum sínum. „Ég er algjör sökker fyrir fallegum kjólum og er yfirleitt í kjól, bundnir fallegir kjólar eru í uppáhaldi og kjólar sem ég get klætt upp og niður. Kvenleg og falleg snið.

Ég held mikið upp á Andreu og kjólarnir frá henni hafa fylgt mér í mörg ár, þeir eru einmitt dæmi um kjóla sem hægt er að klæða upp og niður. Ég á nokkra sem ég hef notað í mörg, mörg ár og það sér ekki á þeim. Það er líka einstaklega skemmtilegt að kaupa íslenska hönnun, svo mikið af flottum hönnuðum hér á Íslandi.“

Þrátt fyrir óaðfinnanlegt útlit segir Eva að það gangi oft á ýmsu korter í boð. „Yfirleitt er ég að tosa upp sokkabuxurnar og koma mér í kjól þegar gestirnir mæta og þá á ég iðulega eftir að mála mig og laga hárið, þetta er klassík í barnaafmælum til dæmis. Mig langar að vera hin fullkomna húsfreyja sem er óaðfinnanleg en ég er það alls ekki og verð það ekki… en það má alltaf reyna. En ég lærði það af góðri konu að vera alltaf búin að hafa sig til mjög snemma þann daginn sem þú ert með jólaboð. Mála og græja hár um morguninn og þá þarf bara rétt aðeins að dytta að þessu korter fyrir boð. En þegar ég segi lærði þá hef ég samt ekki fylgt þessu nægilega vel eftir en ætla að gera mitt besta fyrir þessi jól.“

Brögð og brellur

Kanntu gott ráð til að losna við bletti?

„Mig langar að segja já… en ég spreyja bara blettaspreyi og vona það besta. Stundum virkar það og stundum ekki. Merkilegt nokk þá get ég verið settleg, en aftur, það hefur gerst oftar en tvisvar sinnum að ég sé búin að klína í mig rjóma, sósu eða bara hverju sem er í miðjum tökum og það getur verið vesen. En það er ekkert sem vatn og hárblásari redda ekki á stuttum tíma. Þá til þess að ná blettinum úr og þurrka kjólinn/fatnaðinn mjög hratt.“

Hún er spurð um verstu eldhúsmistökin. „Það tengist bakstri, ég var að baka fyrir kökubókina mína heil ósköp af kökum og var orðin pínu þreytt í bakstrinum greinilega, á milli þess sem ég bakaði í bókina var ég að baka fyrir fermingu hjá litlum frænda og ég var alsæl með kökurnar. Í miðri veislunni kemur frænka mín með Kitchen Aid stykki úr hrærivélinni minni og spurði hvort þetta hefði átt að fylgja kökunni? Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið en þegar heim var komið vantaði sem sagt bæði Kitchen Aid merkið og festingu sem er fremst á hrærivélum. Skemmtilegur fjölskylduleikur svona eftir á, gæti komið í stað þess að finna möndluna ef þú spyrð mig.“

Annars á Eva sér mjög traust eldhúsráð sem reddar flestu. „Rjómi og smjör… það reddar öllu.“

Ofnalögnin sprakk

Í upptökum á sjónvarpsþætti í miðjum jólaundirbúningi með tvö börn gengur á ýmsu. „Það gengur alltaf mikið á í tökum, ég er heppin að vinna með svo skemmtilegu fólki og það er hlegið frá því að tökuliðið mætir eldsnemma og þar til allir fara heim að kvöldi. Þetta eru langir vinnudagar og þá er nauðsynlegt að vinna með skemmtilegu fólki. En þetta er auðvitað tekið upp heima hjá mér, og stelpurnar mínar mæta bara heim til sín eftir leikskóla og skóla og stundum vilja þær vera með í tökum og bara mæta inn í eldhús og eru með en stundum vilja þær alls ekki vera með. Þá þarf Haddi minn að múta þeim með viðeigandi hætti svo það séu ekki mikil hljóð í tökunum og hann reynir líka að svæfa þær á meðan ég tek upp og þetta er mjög heimilislegt. Haddi á skilið orðu. Það sprakk líka ofnalögn heima hjá okkur korter í tökur sem þýddi heilmiklar aðgerðir og þetta var bara já… mjög mikið stuð!“

Eva undirbýr sig nú fyrir „the grand finale“ lokaþáttinn í Jólaboðinu á Stöð 2 sem verður í beinni útsendingu 20. desember. „Kannski það eigi bara eftir að borga sig að vera með svuntu í lokaþættinum sem verður í beinni útsendingu. Fyrstu þrír þættirnir voru teknir upp en sá fjórði og jafnframt sá síðasti verður í beinni útsendingu, héðan úr eldhúsinu mínu á Akranesi. Ég er mjög spennt og get lofað mjög hátíðlegum og skemmtilegum þætti með óvæntum uppákomum. Vona samt að ég sulli ekki á mig í beinni, það væri hneisa. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég stýri eigin þætti í beinni útsendingu og ég hlakka mikið til. Þetta verður allavega eitthvað,“ segir Eva Laufey jólaleg í flaueli með smjör í annarri og rjóma í hinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa