fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
Matur

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði

Una í eldhúsinu
Laugardaginn 12. desember 2020 14:30

Mynd/Una

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir, sérlegur matgæðingur DV, býður í dag upp á þennan gómsæta og fallega marengs krans sem lífgar upp á hvert jólaboð. Munum bara jólakúluna okkar – ekki fleiri en tíu manns, sem er einmitt passlegt fyrir þennan krans. 

Þennan mjúka marengs má útfæra á mismunandi vegu, til að mynda er hægt að hafa hann svona eins og ég sýni hér á myndinni, einnig er hægt að setja allskonar ber og ávext á milli hæðanna nú eða kókosbollur svo eitthvað sé neft. Látið hugann reika og töfrið fram fallegan og góðan hátíðareftirrétt!

 4 stk eggjahvítur

2 dl sykur

1 tsk vanilludropar

1 peli rjómi

Askja af rifsberjum

150 gr after eight súkkulaði Brætt

Byrjið á að stífþeyta eggjahvíturnar og bætið svo sykrinum rólega saman við í smá skömmtum.

Þegar sykurinn er uppleystur er vanilludropunum bætt saman við og hrært varlega í blöndunni.

Setjið marengsblönduna í sprautupoka, ég nota krem stút frá Wilton 2D ( fæst í Hagkaup) til þess að sprauta fallega tvo hringi jafna á bökunarpappír. Mikilvægt er að hringirnir séu jafnir áður en þeir bakast, því þeir leggjast svo saman að lokum með rjómanum.

Bakið hringina í ofni við 150 gráður í um 45 mínútur, takið hringina úr ofninum og leyfið þeim alveg að kólna og harðna aðeins í um 20 mínútur.

Leggið fyrri hringinn á kökudisk, sprautið þeyttum rjóma á milli ásamt bræddu after eight súkkulaði.

Leggið seinni hringinn ofan á, skreytið að ofan með rifsberjum og bræddu after eight súkkulaði.

Geymið kökuna í kæli þangað til að hún er borin fram.

Mynd/Una
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2020

Vinsælustu uppskriftirnar á Google árið 2020

Vinsælustu uppskriftirnar á Google árið 2020
Matur
14.12.2020

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma
Matur
06.12.2020

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Föstudagspitsa sem slær í gegn
Matur
06.12.2020

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús
Matur
29.11.2020

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum
Matur
28.11.2020

Þessir kókostoppar klikka aldrei

Þessir kókostoppar klikka aldrei