fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Matur

Dýrindis bollakökur með piparkökubotni og rjómaostskremi

DV Matur
Föstudaginn 11. desember 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds matgæðingur DV setti á sig jólasvuntuna og smellti í allt sitt uppá- haldsgúmmelaði fyrir jólin. Nú má byrja að sigta flórsykurinn og hlusta á jólalög.

Hér deilir Una með lesendum dýrindis bollakökum með piparökubotni og rjómaostskremi.

Piparkökubotn

 • 300 g hveiti
 • 3 egg 50 g sykur
 • 50 g púðursykur
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. kanill
 • ½ tsk. negull
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 120 g smjör
 • 1,5 dl mjólk

Byrjið á því að bræða smjör í potti og leyfið því svo aðeins að kólna.

Þeytið saman sykurinn (bæði hvíta og brúna) og eggin þar til blandan verður létt í sér. Blandið restinni af þurrefnunum saman við ásamt smjörinu, mjólkinni og vanilludropunum.

Næst er komið að því að setja deigið í form, ég legg gjarnan pappaform ofan í eldfasta, muffinsforma pönnu svo að kökurnar fletjist ekki út, þær haldast stífari með þessu móti.

Bakið kökurnar í ofni við 180 gráðu hita í um 15-20 mínútur.

Látið kólna áður en kremið er sett á.

 

Rjómaostskrem

 • 400 g rjómi, léttþeyttur
 • 200 g hreinn rjómaostur
 • 100 g flórsykur
 • ½ tsk. kanill

Byrjið á að þeyta rjómann í skál, hafið hann léttþeyttan.

Blandið rjómaostinum saman við rjómann og hrærið vel saman.

Sigtið flórsykur og kanil saman við blönduna og blandið öllu vel saman með sleif.

Ég set kremið í sprautupoka og nota krem stút til þess að sprauta kreminu fallega á kökurnar. Einnig er hátíðlegt að strá smá kökuglimmer yfir bollakökurnar eða muldum kanilstöngum til skreytinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.11.2020

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta
Matur
24.11.2020

Lágkolvetnamorgunverður Ágústu – „Ég mæli með að þú prófir“

Lágkolvetnamorgunverður Ágústu – „Ég mæli með að þú prófir“