fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Matur

Dýrindis bollakökur með piparkökubotni og rjómaostskremi

DV Matur
Föstudaginn 11. desember 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds matgæðingur DV setti á sig jólasvuntuna og smellti í allt sitt uppá- haldsgúmmelaði fyrir jólin. Nú má byrja að sigta flórsykurinn og hlusta á jólalög.

Hér deilir Una með lesendum dýrindis bollakökum með piparökubotni og rjómaostskremi.

Piparkökubotn

 • 300 g hveiti
 • 3 egg 50 g sykur
 • 50 g púðursykur
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. kanill
 • ½ tsk. negull
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 120 g smjör
 • 1,5 dl mjólk

Byrjið á því að bræða smjör í potti og leyfið því svo aðeins að kólna.

Þeytið saman sykurinn (bæði hvíta og brúna) og eggin þar til blandan verður létt í sér. Blandið restinni af þurrefnunum saman við ásamt smjörinu, mjólkinni og vanilludropunum.

Næst er komið að því að setja deigið í form, ég legg gjarnan pappaform ofan í eldfasta, muffinsforma pönnu svo að kökurnar fletjist ekki út, þær haldast stífari með þessu móti.

Bakið kökurnar í ofni við 180 gráðu hita í um 15-20 mínútur.

Látið kólna áður en kremið er sett á.

 

Rjómaostskrem

 • 400 g rjómi, léttþeyttur
 • 200 g hreinn rjómaostur
 • 100 g flórsykur
 • ½ tsk. kanill

Byrjið á að þeyta rjómann í skál, hafið hann léttþeyttan.

Blandið rjómaostinum saman við rjómann og hrærið vel saman.

Sigtið flórsykur og kanil saman við blönduna og blandið öllu vel saman með sleif.

Ég set kremið í sprautupoka og nota krem stút til þess að sprauta kreminu fallega á kökurnar. Einnig er hátíðlegt að strá smá kökuglimmer yfir bollakökurnar eða muldum kanilstöngum til skreytinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
09.06.2021

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum
Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi