fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 6. desember 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson deildi með okkur nýverið hvað hann borðar á venjulegum degi. Hér deilir hann uppskrift að föstudagspitsu sem getur ekki klikkað.

Sjá einnig: Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi

„Föstudagspitsan grilluð á útigrillinu á pitsasteini hefur verið að slá í gegn. Við höfum prófað alls konar deig frá ýmsum aðilum. Deigin frá Hagkaup og Brauð & Co hafa verið vinsæl. Okkar helsta trix er að hafa þær eins þunnar og sósan og osturinn ræður við. Flest erum við pepperoni-fólk sumir vilja ananas og rjómaost en aðrir ekki. Ég er reyndar einn af þeim sem elskar sterkar pitsur og nota banana til að fá smá sætleika á móti. Okkur finnst frábært að nota parmaskinku, klettasalat og ferska hvítlauksolíu í restina og toppa pitsuna svo með umami-saltinu,“ segir Völundur.

Pitsusósa

1 dós lífrænir, niðursoðnir tómatar

1 msk. af extra virgin ólífuolíu

1 lítið hvítlauksrif

½ tsk. af þurrkuðu óregano

½ tsk. Ocean Umami salt

Skerið hvítlauksrifið í grófa bita.

Setjið svo allt saman í blandara og blandið þar til allt er maukað saman.

Þetta geymist í kæli í viku og svo er líka hægt að frysta sósuna í allt að 3 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa