fbpx
Miðvikudagur 10.ágúst 2022
Matur

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 5. desember 2020 17:30

Völundur Snær matreiðslumaður. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson er vanafastur og byrjar flesta daga á sama morgunmatnum. Kvöldmaturinn er fjölbreyttur en eitt er þó víst, fjölskyldan sest alltaf niður saman.

Völundur lýsir venjulegum degi í lífi sínu. „Ég er með tvö sprotafyrirtæki sem tengjast íslenskum lífrænum þara. Annað heitir Algarum Organic og framleiðir þarahylki og þaraduft úr lífrænum þara. Þarinn er einstaklega ríkur af joði ásamt því að innihalda ómega fitusýrur, trefjar, prótein og steinefni. Hitt er Ocean Umami salt sem er blanda af náttúruvottuðu salti ásamt lífrænt vottuðum þara til þess að ná fram einstöku umami-bragði sem er fimmta bragðið í matreiðslu og er í raun ekki hægt að ná fram nema með réttum hlutföllum af þara,“ segir Völundur.

„Sjálfur er ég frekar vanafastur. Ég byrja alltaf daginn á ferskum safa, svo tveimur kaffibollum og einni ristaðri súrdeigsbrauðsneið með osti og umami-salti. Ég fer í sund daglega þegar það er í boði og hef gaman af allri útiveru.“

Setjast alltaf niður saman

Völundur segist ekki fylgja neinu ákveðnu mataræði, en leggur þó áherslu á eitt.

„Það er nú frekar fjölbreytt mataræði á þessu heimili en við forðumst kannski helst þungan og brasaðan mat þrátt fyrir að hann komi á borð öðru hvoru. Við pössum alltaf upp á að setjast niður á hverju kvöldi þrátt fyrir að við séum að borða eitthvað létt,“ segir hann.

Aðspurður hvort hann verji miklum tíma í eldhúsinu svarar Völundur játandi.

„Já, eldhúsið er klárlega minn vettvangur á heimilinu enda finnst mér það æðislegt. Held að ég sé ágætis kokkur,“ segir hann.

Uppáhaldsmáltíð?

„Fiskur er í algjöru uppáhaldi. Ég elska létt eldaðan fisk með salati og góðu vinaigrette.“

Völundur Snær. Mynd/Sigtryggur Ari

Matseðill Völundar

Morgunmatur

Ferskur djús, kaffi og ristað súrdeigsbrauð.

Millimál

Próteinsjeikur með banana, trefjum, kakó-nibbum og chiafræjum.

Hádegismatur

Soðin egg, píta með grænmeti, eða kaldur kjúklingur.

Kvöldmatur

Plokkfiskur, kjötsúpa, hakk og spaghettí, grilluð pitsa, kjötbollur eða fiskibollur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
01.07.2022

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum
Matur
29.06.2022

Uppskriftir með rabarbara sem eru hreint lostæti úr smiðju eldhúsdrottningarinnar

Uppskriftir með rabarbara sem eru hreint lostæti úr smiðju eldhúsdrottningarinnar
Matur
15.06.2022

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?
Matur
12.06.2022

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú
Matur
05.06.2022

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?
Matur
04.06.2022

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?