Fimmtudagur 04.mars 2021
Matur

Þessi gamli góði klassíski heimagerði ís með kaffibragði & After eight súkkulaði

DV Matur
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds matgæðingur DV setti á sig jólasvuntuna og smellti í allt sitt uppáhaldsgúmmelaði fyrir jólin. Nú má byrja að sigta flórsykurinn og hlusta á jólalög.

Hér er hún með skothelda uppskrift af klassíska heimagerða ísnum.

______

Þessi gamli góði klassíski heimagerði ís með kaffibragði & After eight súkkulaði.

500 ml rjómi
2 msk sykur
6 stk eggjarauður
1 tsk vanilludropar
5 msk kaffi
300 gr After Eight súkkulaði

Byrjið á að þeyta rjóma og leggið til hliðar.

Þeytið saman eggarauður og sykur, þannig blandan verður létt og ljós og blandið varlega saman við rjómann.

Bætið vanilludropunum saman við ásamt kaffi, passið að kaffið sé kælt áður en því er bætt saman við.

Saxið um 250gr After Eight súkkulaði og blandið varlega saman við rjómablönduna. Hellið í form og frystið í um 6-7 klst.

Takið 50gr After Eight súkkulaði og bræðið yfir vatnsbaði, látið aðeins kólna.

Takið ísinn úr frysti eftir 6-7 klst og hellið bræddu After Eight súkkulaði yfir hann.

Njótið vel !

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
31.01.2021

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati
Matur
31.01.2021

Bananabrauð sem allir geta gert – Nýtið gömlu bananana

Bananabrauð sem allir geta gert – Nýtið gömlu bananana
Matur
23.01.2021

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri
Matur
23.01.2021

Þetta borðar Ragga Nagli á venjulegum degi

Þetta borðar Ragga Nagli á venjulegum degi