fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Apperol-spritz ostakaka sem ærir saumaklúbbinn

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 21. nóvember 2020 18:30

Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aperol Spritz-æði Íslendinga virðist engan enda ætla að taka en þessi ítalski sumarkokteill hefur verið með þeim mest seldu hérlendis um árabil. Það er þó alls ekki nóg því hér er hún mætt, ostakakan sem sameinar köku og einn vinsælasta kokteil heims.

Aperol-ostakakan sem þú munt elska 

200 g Bastrone-kanilkex frá LU
60 g smjör, bráðið
400 g rjómaostur
100 g flórsykur
300 ml rjómi
Safi úr ½ appelsínu
4 stk. gelatínblöð
250 ml Prosecco eða annað freyðivín
120 ml appelsínusafi
2 msk. sykur
75 ml Aperol spritz

Byrjið á að setja kexið í matvinnslu­vél og myljið það niður.Bræðið smjörið í potti og blandið því saman við kexið og setjið blönd­una í form, best er að mínu mati að nota smelluform.

Kælið í ísskáp í um 3 5 mínútur.

Þeytið rjómann og blandið við hann flórsykrinum og rjómaostinum ásamt safa úr ½ appelsínu. Leggið blönduna í formið yfir kexmulning­inn og kælið í um klukkustund.

Setjið gelatín í skál með köldu vatni og látið standa aðeins og mýkjast. Sjóðið saman 50 ml freyðivín og 2 msk. af sykri við lágan hita, sykurinn á að leysast upp og þunnt síróp að myndast. Slökkvið undir hitanum og takið gelatínblöðin upp úr vatninu og setjið í pottinn og hrærið saman þar til þau leysast upp.

Hellið blönd­unni í skál og setjið í kæli í um 45 mínútur. Takið gelatínblönduna úr kæli eftir 45 mínútur og blandið 200 ml af freyðivíni ásamt 120 ml af appels­ínusafa saman við, hrærið þetta vel saman. Blandið að lokum 75 ml af Aperol líkjör saman við og hellið yfir efsta lagið á kökunni. Setjið kökuna í kæli í um 4 klst. og njótið svo með bestu lyst.

Apperol Spritz er einn vinsælasti kokteill landsins. Mynd: TM

Jóla-Spritz 75 ml
Prosecco (3 partar)
50 ml (2 partar)
Aperol 25 ml (1 partur)
Sódavatn – til að fylla upp
1 tsk. Grand Mariner
Appelsínusneið
Klaki

Hellið Prosecco í vínglas.  Því næst Aperol með hringlaga hreyfingum. Smellið Grandinu út í. Bætið að lokum sódavatni saman við ásamt klökum og sneið af appelsínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa