Mánudagur 08.mars 2021
Matur

Ögraðu bragðlaukunum um helgina – Kókoskjúklingur á vöfflu

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 14. nóvember 2020 18:41

Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV leggur til að fólk ögri bragðlaukunum með þessum nýstárlega og góða rétti. Hann kemur skemmtilega á óvart og virkar bæði sem bröns-réttur eða hluti af kvöldverði.

Kókosraspaðar kjúklingalundir á vöfflu

Kjúklingur á vöfflu er ný og skemmtileg hugmynd, fullkomin brönshugmynd, en gengur einnig vel upp sem kvöldmáltíð.

500 g kjúklingalundir
1 egg
1 dl mjólk
5 msk. hveiti
160 g kókosmjöl
salt og pipar
2 tsk. paprikuduft
2 tsk. cumin-duft
2 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. cayennepipar
4 msk. kókosolía til steikingar

Byrjið á að hræra saman egg og mjólk í skál, hveitið fer í aðra skál og í þriðju skálina fer kókosmjölið ásamt kryddinu. Hrærið kryddið vel saman við kókosmjölið.

Dýfið hverri kjúklingalund í hveiti, þaðan er henni dýft í mjólkur-blönduna og að lokum í kókos-mjölsblönduna, passið að hjúpa kjúklingalundina vel af kókosmjöli.

Steikið hverja lund upp úr kókosolíu á vel heitri pönnu þangað til að þær eru gullinbrúnar.
Setjið í eldfast form og inn í ofn í um 25 – 30 mínútur við 200 gráður.

Vöfflur
2 egg
1 msk. sykur (má sleppa)
250 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
3 dl mjólk
1 tsk. vanilludropar
80 g smjörlíki
Hrærið egg og sykur vel saman.

Bræðið smjörlíkið og látið það kólna aðeins áður en því er blandað saman við.Blandið saman hveiti, lyftidufti, vanilludropunum og mjólkinni.

Smyrjið vöfflujárnið með smá smjörklípu til að fá stökka áferð á vöfflurnar.
Bakið vöfflurnar.

Berið fram vöfflu með kjúklingalund, ásamt sírópi yfir eða til hliðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.02.2021

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum
Matur
07.02.2021

Þrautreynd baunamasala uppskrift með naanbrauði

Þrautreynd baunamasala uppskrift með naanbrauði
Matur
02.02.2021

Nýr Royal búðingur – Þú bjóst örugglega ekki við þessari bragðtegund

Nýr Royal búðingur – Þú bjóst örugglega ekki við þessari bragðtegund
Matur
31.01.2021

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati
Matur
24.01.2021

Þristamús að hætti Röggu Nagla – Sykurlaus og hollustuvædd

Þristamús að hætti Röggu Nagla – Sykurlaus og hollustuvædd
Matur
23.01.2021

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri
Matur
12.01.2021

5 hollir og einfaldir fiskréttir fyrir árangursríkan janúar

5 hollir og einfaldir fiskréttir fyrir árangursríkan janúar
Matur
09.01.2021

Súkkulaðibollakökur með kampavínskremi til að loka jólunum

Súkkulaðibollakökur með kampavínskremi til að loka jólunum