fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Matur

Pasta og blómlegt salat að hætti Unu

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 3. október 2020 15:25

Mynd: Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir smellir hér í fljótlegt pasta sem hentar fullkomlega í nesti í vinnuna eða skólann daginn eftir.

Pestópasta með ólífum

Uppskrift fyrir 4

500 g tagliatelle-pasta
10 stk. sveppir
1 stk. rauð paprika
1 stk. gul paprika
2 stk. hvítlauksgeirar
1 krukka rautt pestó
3 msk. smjör til steikingar
Handfylli af ólífum  – Ég nota grænar og dökkar til helminga
Ólífuolía
Salt og pipar
Ferskur parmesanostur

Byrjið á því að skera sveppina og paprikurnar niður og steikið upp úr smjöri á pönnu. Pressið hvítlaukinn í hvítlaukspressu, bætið honum út á pönnuna og leyfið að blandast aðeins saman.Sjóðið pasta í potti með salti og góðri ólífuolíu.

Sigtið vatnið frá pastanu og blandið sveppunum, paprikunni og hvít-lauknum saman við. Setjið pestóið yfir pastablönduna og veltið pastanu upp úr pestóinu.

Setjið í skál og stráið ólífum og ferskum rifnum parmesanosti yfir réttinn. Berið fram með góðu hvítlauksbrauði og fersku salati.

Blómlegt salat með mozzarellaosti, tómötum og góðri olíu er klassískt og gott meðlæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn
Matur
Fyrir 3 vikum

Hjónabandssælan klikkar seint – Ekki gleyma rjómanum

Hjónabandssælan klikkar seint – Ekki gleyma rjómanum
Matur
22.09.2020

Kókos-chilli kjúklingur og heimabakað naan-brauð

Kókos-chilli kjúklingur og heimabakað naan-brauð
Matur
20.09.2020

Oreo-brownie sem setur matarboðið á hliðina

Oreo-brownie sem setur matarboðið á hliðina
Matur
12.09.2020

Pattra er alæta og trúir að allt sé gott í hófi – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Pattra er alæta og trúir að allt sé gott í hófi – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
07.09.2020

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu
30.08.2020

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti
30.08.2020

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir