fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Pasta og blómlegt salat að hætti Unu

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 3. október 2020 15:25

Mynd: Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir smellir hér í fljótlegt pasta sem hentar fullkomlega í nesti í vinnuna eða skólann daginn eftir.

Pestópasta með ólífum

Uppskrift fyrir 4

500 g tagliatelle-pasta
10 stk. sveppir
1 stk. rauð paprika
1 stk. gul paprika
2 stk. hvítlauksgeirar
1 krukka rautt pestó
3 msk. smjör til steikingar
Handfylli af ólífum  – Ég nota grænar og dökkar til helminga
Ólífuolía
Salt og pipar
Ferskur parmesanostur

Byrjið á því að skera sveppina og paprikurnar niður og steikið upp úr smjöri á pönnu. Pressið hvítlaukinn í hvítlaukspressu, bætið honum út á pönnuna og leyfið að blandast aðeins saman.Sjóðið pasta í potti með salti og góðri ólífuolíu.

Sigtið vatnið frá pastanu og blandið sveppunum, paprikunni og hvít-lauknum saman við. Setjið pestóið yfir pastablönduna og veltið pastanu upp úr pestóinu.

Setjið í skál og stráið ólífum og ferskum rifnum parmesanosti yfir réttinn. Berið fram með góðu hvítlauksbrauði og fersku salati.

Blómlegt salat með mozzarellaosti, tómötum og góðri olíu er klassískt og gott meðlæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa