fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Gulrótarkaka sem hressir upp á grátt síðdegi – „Getur ekki klikkað“

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 26. október 2020 17:46

Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds matgæðingur DV leggur til að fólk njóti samkomutakmarkana heima við með heimabakstri og spjalli.

„Þessa gulrótarköku fékk ég að smakka hjá frænku minni í sumar og fannst hún einstaklega góð. Ekta haustkaka með góðum kaffibolla. Ferskar gulrætur, blandaðar hnetur og kanill; þessi blanda getur ekki klikkað,“ segir Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV.

Gulrótarkaka

2 dl olía
200 g púðursykur
4 egg
175 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
400 g gulrætur (rifnar)
1 bolli rúsínur
250 g hnetur (ég notaði heslihnetur og pekanhnetur )

Hreinsið og rífið gulræturnar.Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman.

Smyrjið eldfast form, setjið deigið í og bakið í ofni við 180 gráður í um 3 5 mínútur.

Rjómaostakrem
200 g rjómi
100 g rjómaostur, við stofuhita
2 msk. flórsykur

Þeytið rjómann. Bætið rjómaostinum og flórsykrinum saman við.
Smyrjið kökuna með kreminu þegar hún hefur aðeins fengið að kólna.

Verði ykkur að góðu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa