Mánudagur 08.mars 2021
Matur

Steikt rauðkál með svörtu quinoa, gúrmet linsum, stökku grænkáli og dijonsósu

DV Matur
Sunnudaginn 25. október 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Einarsdóttir, kynningarfulltrúi fyrir Erasmus+ og Nordplus, er galdrakona í eldhúsinu. Hún er hetja þegar kemur að grænmeti og maturinn hennar einkennist af flóknu bragði og fegurð.

Steikt rauðkál með svörtu quinoa, gúrmet linsum, stökku grænkáli og dijonsósu

Fyrir 2, 4 ef forréttur

½ rauðkálshaus

2 dl svart quinoa (eða venjulegt)

2 lúkur grænkál

8-10 radísur

2 dl soðnar linsur

2-3 skalottlaukar

Nokkrar greinar ferskt timjan

3-4 msk. vegan smjör

3 msk. vegan majónes

3 msk. vegan sýrður rjómi

2-3 tsk. hlynssýróp

½ grænmetisteningur

1 dl heslihnetur, muldar eða flögur

Ólífuolía

1 tsk. cumin

1 tsk. timjan

1 tsk. múskat

1-2 tsk. dijon

1 tsk. dill

1 tsk. estragon

Sítrónusafi

Salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn upp í 180°.

Hitið ½ l af vatni, ég nota alltaf hraðsuðuketil.

Hitið undir pottinum sem quinoað á að fara í. Leyfið botninum að hitna og setjið svo quinoað út í. Eftir 1-2 mín. látið þið grænmetisteninginn yfir og hellið svo yfir heitu vatninu. Fáið upp suðu og leyfið svo að malla í 20 mín

Rífið grænkálið og setjið í eldfast mót og einnig radísurnar. Setjið olíu yfir og setjið inn í ofn í ca. 20 mín. Skerið rauðkáli í tvennt, geymið hinn helminginn í eitthvað skemmtilegt.

Skerið í hálfmánasneiðar, ca 1-2 cm þykkar. Reynið að láta ekki detta í sundur. Hitið olíu á pönnu miðlungshita. Setjið svo um 2 msk. smjör á pönnuna

Skerið skalottlaukinn í frekar grófa sneiðar og setjið á pönnuna. Látið „rauðkálssteikurnar“ á pönnuna eftir 2-3 mínútur. Hellið olíu yfir og kryddið með cumin, timjan, múskati, salti og pipar. Snúið við og reynið að láta þær halda sér saman. Hrærið í quinoa og látið smá smjörklípu út í, salt og pipar og einnig 1-2 tsk. hlynsíróp

Sósan

Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma ,1-2 tsk. dijon, dilli, estragon, sýrópi, smá sítrónuskvettu, salti og pipar.

Takið grænkál og radísur úr ofninum. Grænkálið getur verið smá misjafnt eftir ofnum og þarf stundum skemmri tíma svo það brenni ekki við

Látið rauðkálið á diska og látið þá linsubaunirnar á sömu pönnu, leyfið skalottuauknum og timjan að vera á, smá skvettu af ólífuolíu og við frekar háan hita og eldið í ca. 3 mínútur.

Látið svo quinoað á diskana með rauðkálinu, radísum, grænkáli, sósunni og að lokum linsurnar. Skreytið með timjangreinum og muldum heslihnetum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.02.2021

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum
Matur
07.02.2021

Þrautreynd baunamasala uppskrift með naanbrauði

Þrautreynd baunamasala uppskrift með naanbrauði
Matur
02.02.2021

Nýr Royal búðingur – Þú bjóst örugglega ekki við þessari bragðtegund

Nýr Royal búðingur – Þú bjóst örugglega ekki við þessari bragðtegund
Matur
31.01.2021

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati
Matur
24.01.2021

Þristamús að hætti Röggu Nagla – Sykurlaus og hollustuvædd

Þristamús að hætti Röggu Nagla – Sykurlaus og hollustuvædd
Matur
23.01.2021

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri
Matur
12.01.2021

5 hollir og einfaldir fiskréttir fyrir árangursríkan janúar

5 hollir og einfaldir fiskréttir fyrir árangursríkan janúar
Matur
09.01.2021

Súkkulaðibollakökur með kampavínskremi til að loka jólunum

Súkkulaðibollakökur með kampavínskremi til að loka jólunum