fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Snittubrauð fyllt með tómötum, hvítlauk og basilíku

DV Matur
Laugardaginn 24. október 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir elskar allt með bræddum osti. Hver gerir það ekki? Hér er hún með uppskrift af öðruvísi fylltu snittubrauði sem er dásamlegt að hafa sem meðlæti með hvers konar pastaréttum eða bara öllu því sem þér dettur í hug.

Snittubrauð fyllt með tómötum, hvítlauk og basilíku

1 stk. snittubrauð

1 stk. hvítlauksgeiri

1 stk. tómatur

Handfylli af ferskri basilíku

2 msk. smjör

Rifinn ostur

Gróft sjávarsalt

Aðferð: 

Byrjið á því að bræða smjör í potti, leyfið því aðeins að kólna.

Setjið hvítlaukinn í hvítlaukspressu og blandið honum saman við smjörið

Skerið nokkrar djúpar rákir í snittubrauðið og smyrjið það að utan og inn í rákirnar með hvítlaukssmjörinu.

Skerið tómat í þunnar sneiðar og setjið um það bil tvær sneiðar í hverja rák.

Stráið rifnum osti yfir snittubrauðið, setjið það í ofninn við 200 gráður í um 15 mínútur

Þegar brauðið er tekið úr ofninum eru basilíkulauf sett í rákirnar og stráð aðeins yfir ásamt grófu salti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa