fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Mexíkóbakan sem allir elska – ein besta uppskrift Svövu

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 12. október 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi uppskrift frá Svövu Gunnars á Ljufmeti.com er sannarlega ekki ný en góð er hún. Allir sem elska mexíkóskan mat og borða kjöt munu falla í gleðitrans strax á fyrsta bita. Bakan er bæði djúsí, stökk og bragðmikil. Hún er ekki síðri daginn eftir. Algert dúndur.

Tacobakan hennar Svövu 

Botn

  • 4 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 50 gr smjör
  • 1 1/2 dl mjólk

Fylling

  • 500 gr nautahakk
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 msk tómatpuré
  • 2 msk chillisósa
  • 1 msk sojasósa
  • 2 tsk chilipipar (krydd)
  • 2 tsk cummin
  • 2 tsk kóriander (krydd)
  • 2 tsk karrý
  • 1-2 tsk salt
  • 2 dl vatn

Ofanlag

  • 3 tómatar
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 4 msk majónes
  • 150 gr rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál. Látið smjörið ná stofuhita, skerið það í bita og blandið því við þurrefnin. Bætið mjólkinni saman við og hrærið öllu saman í deig. Þrýstið deiginu í bökuform eða smelluform. Það þarf ekki að forbaka botninn.

Hakkið lauk og steikið ásamt nautahakki og fínt hökkuðum hvítlauk. Steikið þar til nautahakkið er ekki lengur rautt. Bætið tómatpuré, chilisósu og sojasósu á pönnuna ásamt kryddunum og vatni. Látið sjóða við vægan hita þar til vatnið er næstum horfið, ca 10-15 mínútur. Smakkið til og kryddið meira ef þarf. Setjið nautahakkið yfir botninn.

Skerið tómatana í bita og dreifið yfir nautahakkið.

Hrærið saman sýrðum rjóma, majónesi og rifnum osti og breiðið yfir tómatana.

Bakið í miðjum ofni í ca 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fengið fallegan lit.

Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma, salsa eða guacamole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa