fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Matur

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“

DV Matur
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar ætla fisksalar að starta Fisk-búar mánuðinum. Kristján hjá Fiskikónginum greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

„Markmiðið er að hvetja alla landsmenn til að borða meiri fisk í febrúarmánuði. Núna eru allir búnir að eiga desember sem „sukkmánuð“ þar sem allir leyfa sér að borða og drekka næstum hvað sem er. Svo á nýju ári þá hófst Veganúar. Núna er að halda áfram í hollustunni og svissa yfir í fiskinn og demba sér í FISK-BÚAR,“ segir hann.

Það eina sem landsmenn þurfa að gera til að taka þátt er að borða fisk í febrúar að sögn Kristjáns.

„Stuðlum að bættir heilsu, meiri vellíðan og hugsum um líkama og sál. Ferskur fiskur er villibráð, ómenguð og án allra aukaefna.“

Þeir sem taka þátt og eru í „landsliði fisksala“, eins og Kristján kallar það, eru:

Fiskbúðin Hafberg

Fylgifiskar

Fiskbúð Fúsa

Fiskikóngurinn

Fiskkompani Akureyri

Fiskbúð Hólmgeirs

Vegamót Fiskbúð

„Þetta er í fyrsta skipti sem fisksalar standa saman og eru í einhverskonar samstarfi. Því ber að fagna. Íslendingar eru fiskveiðiþjóð og ættu að vera með svona mánuð. Við teljum að þetta gæti orðið rosalega stórt. Til dæmis túrista aðlaðandi,“ segir Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu
Matur
Fyrir 2 vikum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum
Matur
Fyrir 3 vikum

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
05.06.2020

Girnilegar ostakökur á korteri

Girnilegar ostakökur á korteri
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
30.05.2020

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska
Matur
27.05.2020

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum