fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2020
Matur

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“

DV Matur
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar ætla fisksalar að starta Fisk-búar mánuðinum. Kristján hjá Fiskikónginum greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

„Markmiðið er að hvetja alla landsmenn til að borða meiri fisk í febrúarmánuði. Núna eru allir búnir að eiga desember sem „sukkmánuð“ þar sem allir leyfa sér að borða og drekka næstum hvað sem er. Svo á nýju ári þá hófst Veganúar. Núna er að halda áfram í hollustunni og svissa yfir í fiskinn og demba sér í FISK-BÚAR,“ segir hann.

Það eina sem landsmenn þurfa að gera til að taka þátt er að borða fisk í febrúar að sögn Kristjáns.

„Stuðlum að bættir heilsu, meiri vellíðan og hugsum um líkama og sál. Ferskur fiskur er villibráð, ómenguð og án allra aukaefna.“

Þeir sem taka þátt og eru í „landsliði fisksala“, eins og Kristján kallar það, eru:

Fiskbúðin Hafberg

Fylgifiskar

Fiskbúð Fúsa

Fiskikóngurinn

Fiskkompani Akureyri

Fiskbúð Hólmgeirs

Vegamót Fiskbúð

„Þetta er í fyrsta skipti sem fisksalar standa saman og eru í einhverskonar samstarfi. Því ber að fagna. Íslendingar eru fiskveiðiþjóð og ættu að vera með svona mánuð. Við teljum að þetta gæti orðið rosalega stórt. Til dæmis túrista aðlaðandi,“ segir Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“
Matur
Fyrir 2 vikum

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“
Matur
Fyrir 2 vikum

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur
Matur
Fyrir 3 vikum

Lágkolvetna snakkið sem mun bjarga lífi þínu

Lágkolvetna snakkið sem mun bjarga lífi þínu
Matur
Fyrir 3 vikum

Veitingageirinn snýst gegn áhrifavöldum – Endalok glysgjarna „horfðu-á-mig“-tímabilsins

Veitingageirinn snýst gegn áhrifavöldum – Endalok glysgjarna „horfðu-á-mig“-tímabilsins
Matur
Fyrir 4 vikum

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um
Matur
Fyrir 4 vikum

Það er auðveldara en þú heldur að búa til þína eigin ostasósu

Það er auðveldara en þú heldur að búa til þína eigin ostasósu