Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Matur

KFC á Íslandi fer ótroðnar slóðir: „KFC fyrir alla“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KFC á Íslandi forsýnir nýjan borgara á stað sínum í Sundagörðum á föstudaginn klukkan 11:00.

Borgarinn kallast „EKKI kjúklingaborgari“ og um er að ræða borgara úr plöntum sem hentar bæði grænmetisætum og grænkerum.

KFC svarar spurningu netverja á Facebook um hvort sósan á borgaranum sé vegan og segir að ef beðið er um vegan-mæjónes þá sé borgarinn vegan. Hins vegar er það ekki ósjálfrátt vegan-mæjónes á borgaranum og viðskiptavinir þurfa að biðja um það sjálfir. Það er því gott að hafa það í huga fyrir þá grænkera sem ætla að smakka.

„Original EKKI kjúklingaborgarinn fellur undir vegetarian-mataræði en þó er það aðeins mæjóið sem inniheldur dýraafurðir. KFC býður því upp á vegan-mæjó í stað þess hefðbundna sé þess óskað og þá er borgarinn orðinn vegan. Þess er síðan gaumgæfilega gætt að hráefni, áhöld og steikingarolía komist hvergi í snertingu við önnur matvæli og þannig verður ekkert krossmit,“ segir í svari KFC á Íslandi.

„Af þessu tilefni skal áréttað að frönsku kartöflurnar á KFC eru vegan (steiktar í sömu pottum og EKKI kjúklingaborgarinn), tómatssósan líka, Hot Sauce,  BBQ-sósan, salsa-sósan og maísinn. Því ættu allir að geta notið saman á KFC.“

KFC merkir síðan tilkynninguna á borgaranum með myllumerkinu #Kfcfyriralla.

KFC selur EKKI kjúklingaborgarann á sölustöðum sínum víðsvegar um heiminn og hefur nú Ísland bæst við þann lista.

Hvað segja lesendur, á að fara á föstudaginn og smakka?

UPPFÆRT: Samfélagsmiðlastjóri KFC hafði samband við DV og vildi árétta að það séu til tvær BBQ sósur á KFC. Honey BBQ sósan er ekki vegan, hins vegar er Kentucky Smokey BBQ sósan vegan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar hvítlauk á hverjum degi

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar hvítlauk á hverjum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Ljóstrar upp risastóru leyndarmáli – Svona á að hella upp á kaffi

Ljóstrar upp risastóru leyndarmáli – Svona á að hella upp á kaffi
Matur
Fyrir 4 vikum

Heimskulegasta áskorunin á samfélagsmiðlum fyrr og síðar: „Þetta er fáránlegt!“

Heimskulegasta áskorunin á samfélagsmiðlum fyrr og síðar: „Þetta er fáránlegt!“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þessi græni sem Sunneva Einars getur ekki hætt að drekka

Þessi græni sem Sunneva Einars getur ekki hætt að drekka