Föstudagur 21.febrúar 2020
Matur

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar hvítlauk á hverjum degi

DV Matur
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítlaukur hefur ýmiss konar jákvæð áhrif á heilsuna, þó varasamt sé að borða of mikið af honum. Hér verður farið yfir þessi jákvæðu áhrif en í lok greinarinnar er einnig bent á fylgikvilla þess að borða of mikinn hvítlauk.

1. Karlmenn verða ómótstæðilegir

Hvítlaukur gerir karlmenn meira aðlaðandi, eitthvað sem hefur ruglað vísindamenn í ríminu þar sem hvítlaukslykt hefur ávallt verið talin ólykt. Nýlegar rannsóknir sýna hins vegar fram á að konur eru vitlausar í líkamslykt karlmanna sem hafa borðað hvítlauk. Hins vegar mega karlmennirnir aðeins borða tvo hvítlauksgeira tólf tímum áður en þeir fara á stefnumót ef þeir ætla að heilla kvenmenn upp úr skónum. Hugsnaleg útskýring er örverueyðandi efnið í hvítlauk sem dregur úr svitalykt.

 

2. Betra ónæmiskerfi

Það er alvitað að hvítlaukur verndar okkur gegn ýmsum vírusum og kvefi en vísindamenn hafa enn og aftur staðfest nýlega að fólk ætti að borða hvítlauk reglulega til að losna við vetrarflensu. Það útskýrist af því að í hvítlauk er fullt af vítamíni, olíum og amínósýrum. Í hvítlauk er einnig allisín sem er lífrænt efni sem drepur bakteríur og sveppi. Það skal tekið fram að aðeins ferskur hvítlaukur ver fólk gegn sjúkdómum.

3. Blóðþrýstingur í jafnvægi

Þeir sem eru með of háan blóðþrýsting ættu að borða meira af hvítlauk. Hvítlaukur minnkar þrýsting í æðum og lækkar magn slæms kólestóról. Það þýðir að líkur á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli minnkar.

4. Stálminni

Peningaöfl selja alls kyns fæðubótarefni með andoxunarefnum á okurverði. Það er hins vegar alveg jafn mikið af góðum efnum sem sporna gegn öldrun heilans í hvítlauk, nema hvítlaukurinn er á mun lægra verði. Ungt fólk getur bætt minnið með því að borða hvítlauk reglulega og eldra fólk getur lækkað líkurnar á Alzheimer-sjúkdómnum.

 

5. Úthald í toppi

Hvítlaukur gerir hjarta og vöðvum kleift að nýta krafta sína til hins ýtrasta og eykur regluleg neysla á hvítlauk þess vegna þol og úthald. Þarna spilar einnig inn í góðu áhrifin sem hvítlaukur hefur á ónæmiskerfið. Ekkert kvef – engin hvíld frá hreyfingu.

 

6. Hárið og húðin ljóma

Hvítlauksneysla eykur hárvöxt og gerir hárið þykkara. Þá bregðast frumurnar í húðinni sem sjá um endurnýjun hennar vel við hvítlauk.

7. Breiðara bros

Eins og áður segir eru efni í hvítlauk sem drepa bakteríur og sveppi, en það er einmitt mjög gott fyrir munnholið. Hvítlaukur getur drepið hættulegar örverur og linað bólgur í gómi. Neysla á hvítlauk dregur því úr tannskemmdum.

 

Ekki allt gott

Ekki er mælt með að borða mikinn hvítlauk á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Börn undir sjö ára ættu einnig að borða hvítlauk í hóflegu magni.

Ekki ætti að borða hvítlauk tveimur vikum fyrir skurðaðgerð þar sem hvítlaukur þynnir blóðið.

Ekki nudda hvítlauk á húð þína nema undir lækniseftirliti.

Hvítlaukur er sem eitur fyrir dýr, sérstaklega hunda og ketti.

Læknar segja að heilbrigt fólk geti borðað allt að fjórum hvítlauksgeirum á dag, ekki meira en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“
Matur
Fyrir 2 vikum

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“
Matur
Fyrir 2 vikum

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur
Matur
Fyrir 3 vikum

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“
Matur
Fyrir 3 vikum

Grætur nánast af gleði á meðan hann borðar pítsu og köku í fyrsta skipti í ár

Grætur nánast af gleði á meðan hann borðar pítsu og köku í fyrsta skipti í ár
Matur
Fyrir 3 vikum

Lágkolvetna snakkið sem mun bjarga lífi þínu

Lágkolvetna snakkið sem mun bjarga lífi þínu
Matur
Fyrir 3 vikum

Veitingageirinn snýst gegn áhrifavöldum – Endalok glysgjarna „horfðu-á-mig“-tímabilsins

Veitingageirinn snýst gegn áhrifavöldum – Endalok glysgjarna „horfðu-á-mig“-tímabilsins
Matur
Fyrir 4 vikum

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um
Matur
Fyrir 4 vikum

Það er auðveldara en þú heldur að búa til þína eigin ostasósu

Það er auðveldara en þú heldur að búa til þína eigin ostasósu