Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Matur

Ástæðan fyrir því að Coca-Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskurnar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 25. janúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn drykkjarvörurisans Coca-Cola ætlar ekki að hætta að selja vörur sínar í plastflöskum. Coca-Cola var í efsta sæti á nýlegum lista yfir mestu plastsóða heimsins. Ekkert fyrirtæki leggur meira til plastmengunar en Coca-Cola.

Bea Perez, yfirmaður deildar um sjálfbærni hjá fyrirtækinu, segir við BBC að svo lengi sem eftirspurn er eftir plastflöskum muni fyrirtækið halda áfram að selja vörur sínar í plastflöskum. Þessar umbúðir séu hentugar því þær eru léttar og þá er auðvelt að loka þeim aftur svo varan viðhaldi gæðum sínum.

Perez segir að fyrirtækið hafi sett stefnuna á að endurvinna allt það plast sem framleitt er áður en árið 2030 gengur í garð. Hvort það muni ganga eftir skal ósagt látið.

Í frétt BBC kemur fram að Coca-Cola framleiði – eða láti framleiða fyrir sig – þrjár milljónir tonna af plastumbúðum á hverju ári. Þetta jafngildir 200 þúsund flöskum á hverri mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskir matgæðingar missa sig yfir hamborgara – „Frekar myndi ég láta Wuhan veirusýktan mann hósta uppí mig“

Íslenskir matgæðingar missa sig yfir hamborgara – „Frekar myndi ég láta Wuhan veirusýktan mann hósta uppí mig“
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar hvítlauk á hverjum degi

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar hvítlauk á hverjum degi
Matur
Fyrir 4 vikum

Heimskulegasta áskorunin á samfélagsmiðlum fyrr og síðar: „Þetta er fáránlegt!“

Heimskulegasta áskorunin á samfélagsmiðlum fyrr og síðar: „Þetta er fáránlegt!“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þessi græni sem Sunneva Einars getur ekki hætt að drekka

Þessi græni sem Sunneva Einars getur ekki hætt að drekka