fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“

DV Matur
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea Cerna er 25 ára gömul kona frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Hún skrifar einlægan pistil á vef Women’s Health þar sem hún fer yfir ástæður þess að hún byrjaði að borða eftir ketó-mataræðinu, en með því að fylgja mataræðinu hefur hún misst 35 kíló og vinnur í dag sem næringarráðgjafi.

„Ég byrjaði á snjóbretti þegar ég var fjögurra ára. Ég gat skorað á sjálfa mig á fjallinu og verið eins hugmyndarík og ég vildi; það voru engar reglur. Um leið og ég kom niður af fjallinu tók raunveruleikinn við,“ skrifar Chelesa í pistlinum. „Ég átti í basli með þyngdina og sjálfsímyndina þegar ég var ung. Mér fannst eins og líkami minn væri vandamál í augum annarra. Það var það eina sem mér fannst ég ekki hafa stjórn á. Ég notaði mat til að komast af. Það skipti ekki máli hve góð íþróttakona ég var. Þegar öllu var á botninn hvolft var ég föst í þeirri trú að ég yrði alltaf skilgreind eftir þyngdinni.“

https://www.instagram.com/p/B5sbkeFpyT5/

Borðaði og svaf

Rétt fyrir sextán ára afmælisdag Chelsea var hún greind með flogaveiki. Hún fór í kjölfarið á lyf svo hún fengi ekki flog, en lyfin breyttu henni mikið.

„Á nokkrum vikum þyngdist ég um átján kíló. Ef ég var ekki borðandi var ég sofandi – og ef ég var ekki sofandi þá var ég borðandi. Mér fannst ég föst í grimmum vítahring þar sem ég var ekki lengur íþróttakonan sem ég hafði þjálfað mig upp í að vera allt mitt líf. Ég var orðin manneskjan sem ég vildi ekki vera. Ég leyfði mér að vera fórnarlamb sjúkdómsins svo árum skipti. Þangað til að ég fékk nóg einn daginn.“

Chelsea ákvað að leita sér hjálpar um hvernig hún gæti skilið og hlustað á líkama sinn betur. Hún byrjaði að æfa með einkaþjálfara þegar hún var sautján ára og breytti matarvenjum sínum.

https://www.instagram.com/p/B48T0AgJViS/

„Eftir nokkra mánuði gerði ég mér grein fyrir að ég var að borða eftir mataræði sem var of hamlandi fyrir líkama minn og ég ákvað að reyna að nærast í núvitund í staðinn,“ skrifar hún. Að nærast í nútvitund felst meðal annars í því að hlusta á líkamann og finna merki þess þegar hann vantar næringu. Þessi breyting var svo sannarlega til góðs í tilfelli Chelsea.

„Það bjargaði lífi mínu að henda megrunarmenningunni í ruslið. Ég borðaði ekki eftir hamlandi mataræði og var örugg með það sem ég valdi mér að borða. Ég byrjaði líka að lesa innihaldslýsingar gaumgæfilega til að bera kennsl á mynstur á milli matar og einkenna og skilja betur hvernig ákveðin innihaldsefni létu mér líða.“

Laus við lyf

Chelsea fann sig ekki fullkomlega í þessum nýja lífsstíl þar sem hún var enn frekar orkulítið. Því ákvað hún að byrja að borða eftir ketó mataræðinu í júlí í fyrra. Enn fremur langaði hana að prófa mataræðið því upprunalega var það hannað til að hjálpa flogaveikum að lina einkenni sjúkdómsins.

„Innan nokkurra vikna losnaði ég við lyfin og var full af orku. Ég vissi loksins, 25 ára gömul, hvernig það var að leggja mig ekki á hverjum einasta degi. Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi þegar ég var fimmtán ára. Að nota mat sem lyf hefur gefið mér nýtt líf og skilning á líkama mínum og hvers hann þarfnast. Mér finnst ég vera besta útgáfan af sjálfri mér,“ segir Chelsea en á fyrstu mánuðum léttist hún um rúm 22 kíló. Þá gekk hún á ketó-vegginn í þyngd. Chelsea var farin að einbeita sér of mikið að útlitinu en um leið og hún fókuseraði á hvernig matur lét henni líða hélt hún áfram að léttast, nánar tiltekið um rúm þrettán kíló næstu mánuði á eftir. Chelsea fer líka reglulega í ræktina og finnst gaman að hreyfa sig.

„Ég hef lært að heilsan snýst um meira en bara vigtina,“ skrifar hún. „Ég þurfti að breyta sögunni minni og ekki horfa á mat sem óvin. Ég þurfti að treysta að matur gæti verið lyfið mitt og það hefur breytt öllu lífinu mínu.“

https://www.instagram.com/p/B7bx0ZnpimF/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa