fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Matur

Michelin-kokkur útskýrir hvers vegna hann ætlar aldrei setja veganmat á matseðilinn

DV Matur
Föstudaginn 17. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sat Bains, einn þekktasti kokkur Bretlandseyja, segist aldrei ætla að setja veganmat á matseðilinn á veitingastað sínum í Nottinghamskíri. Um er að ræða veitingastað sem hefur fengið tvær Michelin-stjörnur, en staðurinn opnaði fyrir 18 árum.

Í samtali við Mail Online segir Bains að hann vilji – og þurfi – að halda ákveðnum staðli við matreiðsluna. Gríðarleg vinna sé lögð í hvern rétt og aðeins besta mögulega hráefni notað til að ná fram hinu fullkomna bragði.

Þetta þýði að ekki sé hægt að útiloka ákveðin matvæli því það komi á endanum niður á bragðinu. Þá sé hráefnið almennt ódýrt sem notað er í veganmat.

„Við viljum gefa viðskiptavinum okkar besta mat sem völ er á,“ segir hann og bætir við að það sé ágætt að halda því til haga að fólk viti hvað það fær þegar það heimsækir staðinn. Sjálfur færi hann ekki á veganveitingastað og myndi biðja um kjöt.

„Þú ferð ekki á þungarokkstónleika og reiknar með að heyra klassíska tónlist. Þetta er minn veitingastaður og mitt viðskiptamódel og ég geri það sem ég vil,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirMatur
Fyrir 3 vikum

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði
Matur
Fyrir 3 vikum

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann
Matur
Fyrir 4 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
23.08.2020

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
16.08.2020

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum
Matur
16.08.2020

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos