fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Matur

Einkaþjálfari Adele leysir frá skjóðunni – Svona léttist hún um 44 kíló: „Hún er ekki of grönn“

DV Matur
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 14:00

Til vinstri: Adele árið 2008 - Til hægri: Adele í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski líkamsræktargúrúinn Camila Goodis er fyrrverandi einkaþjálfari stórsöngkonunnar Adele. Í viðtali við breska sjónvarpsþáttinn Lorraine ljóstrar hún upp hvernig Adele hefur tekist að léttast um 44 kíló síðustu mánuði.

Camila segir að þyngdartapið megi rekja til þess að Adele hafi aðeins borðar um þúsund hitaeiningar á dag, helmingi minna en ráðlagt er fyrir kvenmenn, og gætt sér á grænum söfum.

Adele árið 2011.

„Hún fer í ræktina en 90 prósent af þessu er mataræðið,“ segir Camila. „Þetta er gott mataræði til að léttast. Fyrsta vikan er erfið, grænir safar og aðeins þúsund kaloríur. Hún er ekki of grönn – hún lítur stórkostlega út. Hún breytti lífsstíl sínum og mataræði“

Adele kynntist Camilu í gegnum eiginkonu Robbie Williams, Aydu. Camila hafði ekki hugmynd um hver hún var þegar hún mætti á fyrstu æfingu.

Mynd sem Adele birti á Instagram um jólin.

„Þegar hún mætti á fyrstu æfingu vissi ég ekki að þetta væri hún en þegar hún fór hugsaði ég: Ó, þetta lítur pínulítið út eins og Adele,“ segir Camila. „Ég held að henni sé ekki vel við hreyfingu en hún hefur breytt lífsstílnum og ég held að 90 prósent sé vegna mataræðis.“

Snýst ekki um þyngdartap

Samkvæmt heimildum tímaritsins People ákvað Adele að taka lífsstílinn í gegn til að vera betri fyrirmynd fyrir son sinn, Angelo sem er sjö ára.

Adele árið 2009.

„Hennar vegferð hefur snúist um hvernig hún getur verið heilbrigðari og hvernig hún getur komið betur fram við líkama sinn. Þetta hefur aldrei verið um þyngdartap,“ segir heimildarmaður tímaritsins.

Adele grínaðist með það á Instagram í október síðastliðnum að hún hefði áður „grátið en svitni nú,“ með vísan í bættari lífsstíl. Hún ku vera hrifin af pilates og æfingum með lóð. Hún borðar mikið af plöntumiðuðu fæði, svo sem grænkál og bókhveiti, og fylgir svo kölluðu Sirtfood-mataræði. Samkvæmt Healthline er mataræðið gott til að létta sig um nokkur kíló yfir stuttan tíma en sé ekki gott til langtíma.

Mynd tekin fyrir stuttu af Adele og vinkonu hennar.

Adele á soninn Angelo með fyrrverandi eiginmanni sínum, Simon Konecki. Adele staðfesti skilnað þeirra í apríl í fyrra, en þau höfðu verið par síðan árið 2011 og gengu í hjónaband árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Svona eldar þú djúsí kalkúnabringu eða heilan kalkún – leyniráðið er einfalt

Svona eldar þú djúsí kalkúnabringu eða heilan kalkún – leyniráðið er einfalt
Matur
Fyrir 4 vikum

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu
Matur
20.12.2021

Lang bragðbesta og fallegasta jólabrauðtertan úr smiðju Sólrúnar

Lang bragðbesta og fallegasta jólabrauðtertan úr smiðju Sólrúnar
Matur
20.12.2021

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti
Matur
14.12.2021

Áhugamálið varð að aðalstarfi – Gefur út bók um bakstur með dóttur sinni

Áhugamálið varð að aðalstarfi – Gefur út bók um bakstur með dóttur sinni
Matur
12.12.2021

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn