fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Veganúar sætindi – Þú trúir aldrei hvert leynihráefnið er!

DV Matur
Sunnudaginn 12. janúar 2020 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Janúar hefur undanfarin ár verið tileinkaður grænkera lífsstílnum og gengur þá gjarnan undir nafninu Veganúar. Því er upplagt að prófa sig áfram í eldhúsinu. Blaðamaður rakst á þessar skemmtilegu grænkera útgáfu af vinsælum sætindum sem innihalda óvenjuleg hráefni sem seint hafa verið tengd við sætindi. Þetta eru baunir. Já, þú last rétt, baunir í sætindum. Komdu fjölskyldu og vinum skemmtilega á óvart með baunasúkkulaðibitakökum eða baunabrúnkum og sjáðu svipinn á þeim þegar þú tilkynnir þeim hvað þeir voru í raun að borða. Ekki vera prinsessan á bauninni, baun er betri í köku en í bala. Ekki skemmir svo fyrir að báðar þessar uppskriftir eru sérlega ljúffengar og því ætti enginn að þurfa að hrauna eða bauna yfir þær.

 

Súkkulaðibitakökur úr kjúklingabaunum

Höfundur uppskriftar: Detoxinista

1 ½ bolli kjúklingabaunir (ein dós)

½ bolli hafrahveiti*

¾ bolli kókossykur

3 msk. kókosolía (bráðnuð)

1 msk. vanilludropar

½ tsk. salt

½ tsk. matarsódi

1 tsk. eplaedik

¾ bolli dökkir súkkulaðidropar

*Hafrahveiti má búa til með því að setja hafra í matvinnsluvél eða blandara og vinna svo saman þar til hveitiáferð næst

Aðferð:

  1. Hitaðu ofn í 175 gráður og settu bökunarpappír á ofnplötu. Settu kjúkklingabaunir, kókosolíu og vanilludropa í matvinnsluvél þar til allt er vel blandað saman. Bættu þá við kókossykri, hafrahveiti, salti, matarsóda og ediki og blandaðu þar til það er kekkjalaust og mjúkt deig hefur myndast.
  2. Bættu þá súkkulaðidropum rólega saman við með sleikju eða sleif. Notaðu matskeið til að setja deig á ofnplötu og flettu út með blautum fingrum. Bakaðu þar til sprungur myndast ofan á kökunum og jaðrar eru þurrir, eða um 18–20 mínútur. Leyfðu kökunum að kólna alveg áður en þær eru bornar fram.

Svartbaunabrúnkur

 Höfundur uppskriftar: Chocolate Covered Katie

1 ½ bolli svartar baunir (1 dós)

2 msk. kakó

½ bolli haframjöl

¼ tsk. salt

1/3 bolli hlynsíróp

2 msk. sykur*

¼ bolli kókosolía eða önnur grænmetisolía

2 tsk. vanilludropar

½ tsk. lyftiduft

½–¾ bolli súkkulaðidropar


*Í stað sykurs má nota smá klípu af óskorinni stevíu eða sleppa sykrinum alfarið og auka magn hlynsíróps í ½ bolla

Aðferð:

  1. Ofn hitaður í 175 gráður. Vökvi sigtaður af baunum og baunir skolaðar. Öllum hráefnum blandað saman í matvinnsluvél þar til kekkjalaust deig hefur myndast. Einnig er hægt að nota blandara, en höfundur uppskriftar mælir fremur með matvinnsluvél. Súkkulaðidropum blandað varlega saman við og deigi síðan hellt í 20×20 cm. eldfast mót.
  2. Bakað í 15–18 mínútur. Kælið í minnst 10 mínútur áður en skorið er í bita. Ef brúnkan virðist aðeins laus í sér eða hrá eftir baksturstímann er hægt að setja hana í ísskáp yfir nótt og borða daginn eftir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa