fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Bragðmikil og fersk naan-pitsa að hætti Margrétar Bjarna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 17:00

Margrét Bjarna deilir hér uppskrift að gómsætri naan-pitsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður með meiru, trúir því að ef líkaminn er í góðu jafnvægi þá leiti hann í hollan og góðan mat. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi.

Sjá einnig: Þetta borðar Margrét Bjarnadóttir á venjulegum degi

Hér deilir Margrét uppskrift að bragðmikilli og ferskri naan-pitsu.

Hráefni:

1 tsk. sykur

½ bolli volgt vatn

2 ¼ tsk. þurrger

2 ¼ bolli hveiti

½ bolli hreint jógúrt

½ tsk. salt

1 msk. olía

Aðferð:

  1. Blandar í skál sykri, þurrgeri og vatni, pískar saman og geymir í 15 mínútur.
  2. Setur hveiti á borð og býrð til holu í miðjuna. Setur jógúrtið, olíu og salt í holuna.
  3. Bætir gerblöndunni við og blandar síðan öllu saman í höndunum.
  4. Setjið í skál og látið hefast í klukkutíma með viskustykki yfir skálinni.
  5. Skerið í 6-8 bita og fletjið út í litlar kökur.
  6. Steikið í Cast Iron potti eða pönnu (til dæmis Le Cruiset) með smá olíu.
  7. Búið til hvítlaukssmjör og penslið naan-brauðin.
Gómsæt og bragðsterk. Aðsend mynd.

Karrý

Hráefni

2–3 hvítlauksgeirar

½ rauðlaukur

Kirsuberjatómatar eða 1 tómatur

1 dós kjúklingabaunir

1 dós tómat-púrra

1 ferna kókosrjómi (coconut cream, þessi fjólubláa frá Santa Maria)

1 kjúklingakraftsteningur

Ferskur kóríander

¹∕³  tsk. cayenne

1 ½ tsk. túrmerik

½ tsk. cumin

1 ½ tsk. garam masala

2 tsk. marokkósk harissa chilliblanda (Kryddhúsið)

Aðferð:

  1. Pressið hvítlaukinn og skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar.
  2. Svitið hvítlaukinn og rauðlaukinn á pönnu ásamt smá olíu. Bætið tómatpúrru út á pönnuna og síðan kókosrjómanum.
  3. Setjið síðan smá vatn í fernuna og bætið því einnig út á pönnuna ásamt kjúklingakrafti.
  4. Kryddið með túrmerik, garam masala, marokkóskri harissu, cumin og cayenne. Smakkið til og kryddið svolítið eftir smekk.
  5. Skolið kjúklingabaunirnar með vatni og bætið síðan út á pönnuna.
  6. Saxið ferskan kóríander og skerið tómata í bita og bætið við blönduna.

Að lokum

Mangó

Klettasalat (rucola)

Mozzarellaostur eða kotasæla

Ólífuolía

Skerið mangó í þunnar sneiðar. Setjið blönduna á naan-brauðið og hyljið með þunnum mangósneiðum. Berið fram með klettasalati og ólífuolíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa