fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 16:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næringarfræðingurinn Rebecca Gawthorne sýnir hvernig á að setja saman hina fullkomnu máltíð.

Hún fylgir þeirri þumalputtareglu að grænmeti ætti að þekja helming disksins, kolvetni ættu að þekja einn fjórða og prótein einn fjórða. Svo á að bæta við hollri fitu, eins og að strá hnetum yfir diskinn.

„Áttu erfitt með skammtastærðir? Ég var vön að gera það! Ég borðaði annað hvort allt of mikið, svo mikið að mér leið illa. Eða ég borðaði ekki nóg og fékk mér annan disk, svo þann þriðja og svo framvegis,“ segir Rebecca á Instagram.

https://www.instagram.com/p/CACbp2wll-R/

Rebecca borðar mestmegnis plöntufæði en fær sér stundum fisk.

Hvernig á að setja saman hinn fullkomna disk að mati Rebeccu?

  1. Grænmeti eða salat ætti að þekja helming disksins
  2. Einn fjórði disksins ætti að vera þakinn kolvetni, eins og hrísgrjón eða pasta
  3. Einn fjórði ætti svo að vera prótein, eins og fiskur eða tófú
  4. Toppaðu svo máltíðina með hollri fitu eins og avókadó olíu eða hnetum

Rebecca sýnir einnig á Instagram hvernig er hægt að búa til hollt, gott og saðsamt salat.

https://www.instagram.com/p/B9SUx0Clp8q/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa