fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Matur

Kjúklingasalat með sumarlegum blæ

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 9. maí 2020 14:03

Girnilegt sumarsalat sem hentar vel á pallinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hérna er uppskrift að einstaklega góðu og sumarlegu salati sem einfalt er að skella í eftir vinnu fyrir vinina, nú eða fjölskylduna alla, fullorðna jafnt sem börn. Með hækkandi sól og betra veðri er tilvalið að skella kjúklingi á grillið og fá hið einstaka grillbragð, blandað saman við ferskt salat.

1 pakki kjúklingalundir
1 krukka af Stonewall kitchen sósunni Coconut Curry Simmering Sauce
Góð salatblanda
½ agúrka
2-3 tómatar
Handfylli af kasjúhnetum
½ granatepli – innvolsið
Nokkrir hvítlauks-brauðteningar  keyptir tilbúnir
Parmesan-ostur til að strá yfir salatið í lokin

Byrjið á að marínera lundirnar í Coconut Curry sósunni í að lágmarki 1 klst.
Setjið lundirnar á grillið og eldið vel í gegn.
Skerið niður tómatana og gúrkuna, takið innvolsið úr eplinu og saxið  niður hneturnar. Blandið saman við salatið.
Þegar kjúklingalundirnar eru tilbúnar eru þær lagðar yfir salatið og svo er toppurinn að strá smá parmesan-osti yfir og brauðteningum.
Fullkomið er að bjóða upp á sumarlegan sódakokteil eða freyðivíni.

Una matarbloggar DV er snillingur í að kokka upp auðvelda sumarlega rétti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fyrir 3 vikum

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti
Fyrir 3 vikum

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir
Matur
03.08.2020

Sveinn Kjartansson býður upp á svart linguine með reyktum silungi og skjaldfléttusalati

Sveinn Kjartansson býður upp á svart linguine með reyktum silungi og skjaldfléttusalati
Matur
01.08.2020

Mexíkóveisla og marengsbomba frá Unu í eldhúsinu

Mexíkóveisla og marengsbomba frá Unu í eldhúsinu