fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Íslendingar segjast hafa svindlað í einangrun og sóttkví – „Já aðeins“

DV Matur
Mánudaginn 23. mars 2020 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pæling þið sem eruð í einangrun eða sóttkví hafið þið verið að svindla?“

Svona hljóðar spurning sem Alma nokkur spurði meðlimi Keto Iceland hópsins á Facebook. Miðað við svörin þá virðist sem Íslendingar á Ketó mataræðinu eigi sumir erfitt með að halda sér frá kolvetnunum í einangrun eða sóttkví. Alma segist sjálf hafa fengið sér Bingókúlur en hún sér eftir því. „Ekki svindla ég er að deyja eftir þessar bingókúlur,“ segir hún.

„Ekki ennþá, en mig langar meira og meira með hverjum deginum,“ segir Kristófer nokkur en hann er búinn að vera að háma í sig harðfisk og smjör til að reyna að seðja löngunina í að svindla á matarræðinu.

„Já aðeins. Kartöflur hafa verið sterkar inn hjá manni aftur,“ segir Grétar nokkur. Þá segir hann einnig að það sé yfirvofandi skortur á fersku grænmeti í kortunum. „Það er svo mikið flutt inn og framleiðsla Evrópu dregist mikið saman, sem og samgöngur minnkað. Það er verið að reyna að efla innanlandframleiðsluna en að tekur tíma að ná henni þannig upp að hún anni eftirspurn“

Grétar segir einnig það versta sem hægt er að gera á þessum tíma sé að leita í sykurinn. „Hann á bara eftir að auka vanlíðan sem engin skortur er á fyrir.“

Þá segjast nokkrir meðlimir í hópnum hafa verið hissa þegar þeir lásu færslu Ölmu. „Ómægad las ekki í hvaða grúppu þetta var og var að fara að lesa þér pistilinn,“ segir Arna nokkur og margir tóku í sama streng. „Ég hélt þú værir að meina svindla og laumast úr sóttkví“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa