fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Gleymdu sykursukkinu – Svona býrðu til ketó rjómabollu sem bragð er af

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er bolludagurinn fram undan með öllu sínu tilheyrandi sykursukki. Þennan dag brotna jafnvel hörðustu menn niður og segja skilið við sérfæðið sem þeir eru á til að gæða sér á ljúfengri rjómabollu. En eigi þurfa þeir sem eru á ketó-mataræðinu að örvænta. Það eru nefnilega til sykurlausar rjómabollur. Hún María Krista Hreiðarsdóttir, einn eigenda verslunarinnar Systur og makar, á heiðurinn af uppskriftinni. Hún hefur lengi verið á ketó-mataræðinu og sett saman margar uppskriftir að sykurlausu ljúfmeti sem gefur hefðbundna sælgætinu, sem við Íslendingar elskum svo mikið, ekkert eftir.

Fallegar eru þær Ketó-bollur. Mynd/María Krista

Ketó-rjómabollur

Hráefni:

  • 230 g vatn
  • 115 g smjör
  • 1 msk. Sukrin Melis
  • ½ tsk. salt
  • 55 g möndlumjöl fituskert, Funksjonell í grænum pokum
  • 25 g kókoshveiti Funksjonell
  • 1 tsk. xanthan gun
  • 3 meðalstór egg, pískuð
  • 1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Hitið vatn í potti ásamt smjöri, sætu og salti. Þegar vatnið er við suðu þá er þurrefnum bætt saman við, möndlumjöli, kókoshveiti og xanthan gun. Hrærið kröftuglega með sleif, best að nota trésleif og takið svo pottinn af hellunni. Hér má færa deigið yfir í hrærivélarskál eða nota handþeytara í næstu skref. Meðan deigið kólnar er gott að píska eggin saman í annarri skál. Þegar deigið er orðið sæmilega volgt, þarf að vera hægt að snerta með fingrum, þá er eggjablöndunni bætt í smám saman og hrært vel á milli. Deigið á ekki að renna alveg út heldur halda formuðum toppum ef mögulegt er. Látið nú deigið í sprautupoka og látið standa í um 15 mínútur á meðan ofninn hitnar í 190°C. Þá má líka hvíla deigið í skálinni og nota síðan tvær skeiðar til að móta bollur. Sprautið næst fallegum bollum á plötu eða notið tvær matskeiðar til að raða upp bollum á plötuna. Þetta deig nægir í um 10 meðalstórar bollur. Bakið bollurnar í um 20–25 mínútur á 190°C með blæstri í miðjum ofni og ekki opna allavega fyrstu 18 mínúturnar. Best er að opna sem minnst ofninn svo bollurnar falli ekki. Látið bollurnar kólna þegar þær eru fullbakaðar og skerið síðan í helminga og fyllið með rjóma og sultu eða því sem hugurinn girnist.

Glassúr

  • 2 dl fínmöluð sæta
  • 2 msk. kakó
  • 1 msk. mct-olía
  • soðið vatn eða kaffi
  • örlítið af möndludropum

Aðferð:

Blandið saman sætu og kakói, þynnið svo glassúrinn með mct-olíu, og litlum skömmtum af soðnu vatni eða kaffi. Alls ekki setja of mikið, bara 2–3 msk. fyrst og bæta svo í ef þarf. Síðan er hægt að blanda við örfáum möndludropum, en það er ekki nauðsynlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa