Miðvikudagur 13.nóvember 2019
Matur

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd

DV Matur
Föstudaginn 6. september 2019 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt betra en að fá sér almennilega samloku eftir gott djamm. Starfsfólk skyndibitastaða sem vinnur á kvöldin og næturnar er öllu vant, en stundum kemur fyrir að eitthvað stendur upp úr sem virkilega skrýtið.

Ein kona pantaði svo furðulegan Subway bát að starfsmaðurinn varð að taka mynd.

Anna er tvítug og er frá London. Hún var að skemmta sér með vinkonu sinni Í Leeds og voru þær að taka þátt í pöbbarölti sem byrjaði klukkan þrjú um daginn. Um hálf níu um kvöldið ákváðu þær að það væri kominn tími til að næra sig með öðru en bjór.

Anna og vinkona hennar.

Anna er grænmetisæta og útskýrði bátinn sinn fyrir LADbible.

„Við vorum báðar frekar fullar og ég spurði starfsmanninn hvernig þetta virkaði, ég sagði honum að ég hafi aldrei fengið mér Subway-bát áður og hann var mjög vingjarnlegur. Við vorum bara að grínast aðeins áður en við pöntuðum,“ segir hún.

En svo byrjuðu furðulegheitin.

„Ég vildi bara ost og gúrku samloku sem lét hann hlægja og hann hélt áfram að bjóða mér meiri álegg eða sósur. Síðan sá ég ólívurnar og bað um þær líka,“ segir Anna.

Já þú last rétt, ostur, gúrkur og ólívur á samloku.

„Ólívurnar voru fyllerísákvörðun en eiginlega virkuðu.“

Starfsmaðurinn á Subway skildi augljóslega hvorki upp né niður í þessum furðulega kombó og spurði Önnu hvort hann mætti taka mynd af því.

Báturinn frægi.

Anna tók mynd af honum taka mynd og deildi á Twitter.

„Fyrsta sinn á Subway og starfsmaðurinn tók mynd af bátnum mínum… Er ég að gera þetta vitlaust?“ Skrifaði hún með myndinni.

Tístið hefur vakið mikla athygli og hafa um 90 þúsund manns líkað við það og 19 þúsund manns deilt því áfram.

Hvað segja lesendur, er báturinn furðulegur eða hefurðu séð það skrýtnara?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Er ketó öruggt á meðgöngu? Næringarfræðingur svarar

Er ketó öruggt á meðgöngu? Næringarfræðingur svarar
Matur
Fyrir 1 viku

Ævar kjötæta og Guðrún grænkeri ræða málin – Ekki smeykur við að fá krabbamein

Ævar kjötæta og Guðrún grænkeri ræða málin – Ekki smeykur við að fá krabbamein