fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Matur

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

DV Matur
Föstudaginn 6. september 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coey Rogue er meðlimur af einu alræmdasta götugengi Nýja-Sjálands, Mongreal Mob. Hann hefur setið í fangelsi fyrir óhugnanlega glæpi, meðal annars fyrir að skera þumalfingur af manni.

En þessi tattúveraði gengjameðlimur segist hafa tekist að snúa lífi sínu við þegar hann fann óvænt áhugamál.

Coey er meðlimur Mongreal Mob og hefur eytt sjö árum í fangelsi fyrir að ráðast á keppinaut glæpasamtakanna og skera af honum þumalfingur. En hann heldur því nú fram að hann hefur breytt lífi sínu til hins betra og segist eyða því í að hvetja fólk til að borða hollan mat.

Coey í viðtalinu. Skjáskot/YouTube.

Mongreal Mob heldur úti Facebook-hópnum  „Heils Kitchen“ sem er með yfir 110 þúsund meðlimi. Coey deilir þar reglulega inn alls konar efni og ráðum um heilbrigt líferni og kennir meðlimum hvernig þeir geta eldað hollan mat á ódýru verði.

„Ég hef verið inn og út úr fangelsi í dágóðan tíma en það hefur allt breyst,“ segir Coey við New Zealand Today.

„Ég á börn núna og ég er bara að reyna að hjálpa samfélaginu okkar, hjálpa þjóðinni og að lokum hjálpa heiminum.“

Hann fékk fyrst áhuga á eldamennsku fyrir nokkrum árum þegar hann eyddi öllum peningum sínum í fíkniefni.

„Ég lærði að elda fyrir um tveimur eða þremur árum. Ég var einu sinni rosalega ríkur og þurfti því aldrei að elda, fór á veitingahús á hverju kvöldi í mörg ár,“ segir hann.

„Síðan ákvað ég allt í einu að byrja að nota metamfetamín og reykti stórveldi mitt í burtu. Þegar þú átt engan pening þá þarftu að læra að elda.“

Coey segist vera „breyttur maður“ núna. Hann segir að reynsla sín af fátækt þýðir að hann viti hversu erfitt það getur verið að borða hollan mat.

„Það sorglega er að það getur verið dýrt að borða hollt. Ostborgari mun alltaf kosta 95 sent og gulrætur munu alltaf kosta 2,5 dollara,“ segir Coey.

Blaðamaður New Zealand Today spurði hann út í andlitstattúin hans, þá sérstaklega hakakrossana sem hann er með á kinnunum.

„Hvert merki á mínum líkama segir sögu, fer með mig til baka á ákveðinn tíma í lífi mínu,“ segir Coey.

„Ég notaði tíma minn í fangelsinu á jákvæðan hátt og lærði að stjórna hegðun minni […] Ég hef gert ýmislegt sem ég get ekki tekið til baka, hluti sem ég sé eftir. En það gerir mig ekki að slæmri manneskju, eða að ég eigi ekki skilið sviðsljósið, eða að vera manneskja.“

Horfðu á viðtalið við hann hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Matur
Fyrir 1 viku

Ketóliðar verða að sjá þessa uppskrift – Fiskibollur sem lýsa upp skammdegið

Ketóliðar verða að sjá þessa uppskrift – Fiskibollur sem lýsa upp skammdegið
Matur
Fyrir 1 viku

Yfirlýstur anti-vegan borðar hráan kjúkling sem er búinn að rotna í 1,5 ár – Alls ekki fyrir viðkvæma

Yfirlýstur anti-vegan borðar hráan kjúkling sem er búinn að rotna í 1,5 ár – Alls ekki fyrir viðkvæma
Matur
Fyrir 3 vikum

Foodco-samruni í vændum – 10 veitingastaðir reknir af sömu aðilum: „Við ætlum að vanda okkur“

Foodco-samruni í vændum – 10 veitingastaðir reknir af sömu aðilum: „Við ætlum að vanda okkur“
Matur
Fyrir 3 vikum

Rétturinn sem gerist ekki meira ketó: „Algjört hnossgæti“

Rétturinn sem gerist ekki meira ketó: „Algjört hnossgæti“
Matur
22.08.2019

Tími fyrir taco – Þessa uppskrift þarf að geyma

Tími fyrir taco – Þessa uppskrift þarf að geyma
Matur
21.08.2019

Björgvin Páll: Ég ætla aldrei að vera óþolandi gæinn í matarboðum

Björgvin Páll: Ég ætla aldrei að vera óþolandi gæinn í matarboðum