fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Matur

Elín varð vegan eftir að hún greindist með krabbamein – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. september 2019 20:30

Elín Sandra Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Sandra Skúladóttir er sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, jivamukti jógakennari og skipuleggjandi heilsuráðstefnunnar Vegan heilsa sem verður haldin í Hörpunni 16. október næstkomandi.

Elín er vegan og hefur verið það síðastliðin tvö ár.

„Ég hef verið vegan frá því ég greindist með krabbamein 2017. Þá lærði ég að ég gæti aukið lífslíkur mínar með heilsusamlegum lífsstíl og að krabbamein væri sjaldgæft meðal krabbamein,“ segir Elín.

DV hefur stundum fengið grænkera, eins og Huldu B Waage kraftlyftingakonu Íslands, og Árna Björn CrossFittara, til að deila mataræði sínu með lesendum. Elín er engin undantekning og fengum við að forvitnast hvað hún borðar á venjulegum degi.

Venjulegur dagur

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

„Ég tek mér almennt góðan tíma á morgnanna, kem krökkunum á fætur og við fáum okkur góðan morgunmat. Ég verð alveg eins og snarvitlaus randafluga ef ég þarf að flýta mér út á morgnanna og dagurinn verður þá eftir því. Ég vinn skrifstofuvinnu frá níu til fjögur og nota gjarnan hádegið í að hreyfa mig. Ég æfi í Hreyfingu og í Yoga Shala, svo hleyp ég úti. Eftir vinnu fer ég oftast beint í eldhúsið og geri kvöldmat fyrir fjölskylduna. Ég hafði aldrei gaman af því að elda áður en ég gerðist grænkeri en síðan þá nýt ég þess og upplifi tímann í eldhúsinu nánast eins og jógaæfingu. Svo dreg ég strákinn minn oft í göngutúra á kvöldin eða hann mig. Eftir að börnin fara að sofa þá gef ég mér tíma í slökun og hugleiðslu, nú ligg ég gjarnan á indversku gaddadýnunni minni sem er ein áhrifaríkasta leiðin til að slaka á sem ég hef reynt,“ segir Elín.

Elín Sandra er jógakennari.

Ákveðirðu fyrir fram hvað þú ætlar að borða eða ferðu eftir tilfinningunni hvern dag?

„Já, almennt er ég búin að ákveða hvað ég ætla að borða. Ég fylgi svokölluðu plöntumiðuðu heilfæði (e. whole food plant based), þ.e. vegan fæði þar sem ekki er búið að taka neitt úr fæðunni og engu er bætt við. Ég hleyp ekkert á næsta veitingastað eftir mat því reyni ég að skipuleggja mig vel. Ég geri oftast matseðla fyrir vikuna, bý til innkaupalista og versla allt inn í einu til að spara tíma. Mér finnst það lykilatriði að skipuleggja mig vel, sérstaklega með stóra fjölskyldu.“

Hverjir eru uppáhalds vegan próteingjafarnir þínir?

„Klárlega baunir. Ég hafði aldrei prófað að elda úr baunum áður en ég gerðist grænkeri en breytist örugglega í baun bráðum.“

Þetta borðar Elín á venjulegum degi:

Morgunmatur:

Ég byrja alla daga á því að fá mér heitt sítrónuvatn. Svo fæ ég mér heimagert múslí með poppuðu íslensku bankabyggi, ferskum ávöxtum og japanskt grænt te. Það er bara eitt sem er betra en góður kaffibolli og það er bolli af hágæða japönsku grænu tei. Æðisleg leið til að byrja daginn!

Frábær leið til að byrja daginn.

Hádegismatur:

Ég fer yfirleitt með nesti í vinnuna og oftast afganga frá því kvöldinu áður. En ef ég fer í Hreyfingu fæ ég mér gjarnan ÁJ Special, mínus döðlur, plús hafra.

Millimál:

Ég er í ávaxtaáskrift af lífrænum ávöxtum frá Bændur í Bænum sem er algjör snilld. Ég reyni að borða ávexti í millimál en gleymi því oft. Ef ég gleymi að borða þá kem ég glorsoltin heim leita í það hitaeiningaríkasta í eldhúsinu, sem eru yfirleitt hnetur.

Kvöldmatur:

Ég reyni að hafa fjölbreyttan kvöldmat. Í rauninni borða ég miklu fjölbreyttari mat eftir að ég gerðist grænkeri. Indverskur grænmetismatur er í sérstöku uppáhaldi og verður oft fyrir valinu. Einnig geri ég oft mexíkóskan mat og súpur. Svo reyni ég að prófa eitthvað nýtt reglulega, það heppnast oft vel en ekki alltaf.

Ljúffeng graskerssúpa.

Við fengum Elínu til að deila uppskrift með okkur.

„Þetta er uppáhalds súpan mín. Það er nauðsynlegt að hafa gott úrval af uppskriftum sem er hægt að elda á núll einni. Þessi súpa er ótrúlega fljótleg, saðsöm og góð,“ segir Elín.

Graskers súpa

Innihald

1 laukur

1 grasker (e. butternut squash)

1 sæt kartafla

1 bolli rauðar linsur

1 msk mulin fennel fræ

1 dós kókosmjólk

1 líter grænmetiskraftur

1 tsk salt eða eftir smekk

Aðferð

  1. Byrjið á skræla graskerið og kartöfluna. Skerið í bita. Gerið grænmetiskraftinn tilbúinn.
  2. Skerið lauk í bita og steikið í tveimur matskeiðum af grænmetiskrafti þar til hann verður mjúkur. Bætið grænmetiskrafti við eftir þörfum. Það má að sjálfsögðu nota hitaþolna olíu í staðin fyrir grænmetiskraftinn.
  3. Bætið fennel við og steikið í mínútu í viðbót.
  4. Bætið restinni af grænmetiskraftinum, kókosmjólkinni, graskeri, kartöflunni og linsunum við.
  5. Sjóðið í 20 – 25 mínútur.
  6. Bætið salti við.
  7. Blandið öllu saman með töfrasprota eða í blandara.

Við erum með fleiri uppskriftir á www.veganheilsa.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst
Matur
Fyrir 2 vikum

Besta brokkolísalat í heimi

Besta brokkolísalat í heimi
FókusMatur
Fyrir 2 vikum

Kolagrillað lamb og fyllt naanbrauð að hætti Þóru

Kolagrillað lamb og fyllt naanbrauð að hætti Þóru
Matur
Fyrir 2 vikum

Auglýsing fyrir djús svo dónaleg að hún má aðeins vera sýnd eftir klukkan níu

Auglýsing fyrir djús svo dónaleg að hún má aðeins vera sýnd eftir klukkan níu
FókusMatur
Fyrir 4 vikum

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum
Matur
26.04.2020

Klassísk marengsterta klikkar aldrei

Klassísk marengsterta klikkar aldrei
Matur
25.04.2020

Vanillubollakökur með hindberjakremi úr rjómaosti

Vanillubollakökur með hindberjakremi úr rjómaosti