Sunnudagur 26.janúar 2020
Matur

Matartips hefur talað: Þetta er besti veitingastaðurinn á Íslandi

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. september 2019 18:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli um daginn þegar Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, spurði meðlimi Facebook-hópsins Matartips hvaða veitingastaðir það væru sem mættu alls ekki loka hér á landi.

Simmi sagði mikla ólgu ríkja á veitingamarkaði hér á landi og að það væri ljóst að margir staðir séu að leita leiða til að halda sér á floti. Ekki tóku spurningu Simma vel vegna hugsanlegra tenginga sem hann hefur við fyrirtækin Foodco og Gleðipinna. Simmi vísaði því samt alfarið á bug og sagðist ekki eiga neina aðkomu að fyrirtækjunum.

„Að gefnu tilefni þá vil ég taka fram að ég hef enga aðkomu að Fabrikkunni, Shake&Pizza og Keiluhöllinni lengur, hef ekki átt hlut í þeim félögum síðan í Maí 2018. Ég er því ekki tengdur Gleðipinnum né FoodCo á neinn hátt.“

Í athugasemdunum undir færslunni sem vakti athygli var fólk þó ekki einungis að gagnrýna Simma og Foodco. Margir svöruðu spurningu Simma og sögðu hvaða veitingastaðir það væru sem mættu alls ekki loka.

Yfir 200 manns svöruðu spurningunni í athugasemdum og voru margir staðir nefndir á nafn. Það var þó erfitt að sjá hvaða veitingastaðir það væru sem stóðu upp úr því fólk nefndi svo gríðarlega marga staði.

Maður að nafni Ísak tók þá málin í sínar hendur og gerði könnun í Facebook hópnum svo auðveldara væri að sjá hver afstaða hópsins væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fólk hópaðist saman innan hópsins til að kjósa þann veitingastað sem má alls ekki loka.

Þsð er sýrlenski veitingastaðurinn Mandí sem trónir á toppnum í könnuninni. Staðurinn hefur verið gríðarlega vinsæll síðan hann opnaði við Ingólfstorg og þá sérstaklega seint um nóttina þegar fólk er búið að vera á skrallinu.

Mandí opnaði nýverið sinn annan veitingastað í Skeifunni en það húsnæði er mun stærra en á fyrsta staðnum. Þrátt fyrir stærð staðarins hefur verið nóg að gera í eldhúsinu í Skeifunni og eru sætin iðulega full af fólki.

Hér fyrir neðan má sjá tíu efstu sætin á listanum.

#1 – Mandí

#2 – Tokyo Sushi

#3 – KFC

#4 – Sushi Social

#5 – Hamborgarabúlla Tómasar

#6 – Reykjavík Meat

#7 –  Grillmarkaðurinn

#8 – Hraðlestin

#9 – Bæjarins Bestu

#10 – Flatey

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Svona á að elda fullkomin hrísgrjón – Það er einfaldara en þú heldur

Svona á að elda fullkomin hrísgrjón – Það er einfaldara en þú heldur
Matur
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Adele leysir frá skjóðunni – Svona léttist hún um 44 kíló: „Hún er ekki of grönn“

Einkaþjálfari Adele leysir frá skjóðunni – Svona léttist hún um 44 kíló: „Hún er ekki of grönn“
Matur
Fyrir 1 viku

Tedrykkja getur lengt lífið

Tedrykkja getur lengt lífið
Matur
Fyrir 1 viku

Dönsk pítsa klýfur internetið: „Ég trúi því ekki að ég hafi fundið eitthvað verra en ananas á pítsu“

Dönsk pítsa klýfur internetið: „Ég trúi því ekki að ég hafi fundið eitthvað verra en ananas á pítsu“
Matur
Fyrir 3 vikum

Allt brjálað vegna veganúar – Líkja grænkerum við öfgahópa: „Fyrr myndi ég hoppa út úr flugvél“

Allt brjálað vegna veganúar – Líkja grænkerum við öfgahópa: „Fyrr myndi ég hoppa út úr flugvél“
Matur
Fyrir 3 vikum

Bakaði köku úr uppskriftabók Friðriks Dórs – Svona leit hún út

Bakaði köku úr uppskriftabók Friðriks Dórs – Svona leit hún út
Matur
23.12.2019

Draumakökur fyrir fólk á ketó: „Nú mega jólin koma á mínum bæ“

Draumakökur fyrir fólk á ketó: „Nú mega jólin koma á mínum bæ“
Matur
23.12.2019

Þetta er besta hangikjötið að mati álitsgjafa DV

Þetta er besta hangikjötið að mati álitsgjafa DV