Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Matur

Simmi Vill fær kaldar kveðjur í Matartips: Veitingastaðirnir sem mega alls ekki loka

DV Matur
Mánudaginn 23. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, spurði meðlimi Facebook-hópsins Matartips hvaða veitingastaðir það væru sem mættu alls ekki loka hér á landi.

Simmi sagði mikla ólgu ríkja á veitingamarkaði hér á landi og að það væri ljóst að margir staðir séu að leita leiða til að halda sér á floti.

„Mér leikur forvitni á vita hvaða staði þið mynduð alls ekki vilja sjá loka (Svarið þarf ekki að byggja á því að viðkomandi staður sé að standa sig illa eða vel). Semsagt, hvaða staður má alls ekki loka að þínu mati?“

Meðlimir hópsins létu sitt ekki eftir liggja en þegar þetta er skrifað eru komnar yfir 200 athugasemdir við færsluna. Svörin koma úr öllum áttum og voru margir veitingastaðir nefndir. Sá staður sem var nefndur hvað oftast var sýrlenski veitingastaðurinn Mandí

„Það má loka þessu öllu saman ef Mandi helst opið!“

Tanja nokkur var á því að veitingastaðir hér á landi væru bara ekki nógu góðir í dag.

„Spurningin hefði verið auðveldari ef spurt væri hvaða staðir mætti loka eða bæta. Mér finnst einsog allt sé að versna á veitingastöðum, enginn metnaður, léleg gæði og verulega outdated staðir…“

Óskar nokkur er ekki sáttur með það að hann geti ekki lengur fengið sér sviðakjamma um miðja nótt.

„Fyrst það er ekki lengur hægt að versla svið í gegnum lúgu um miðja nótt á BSÍ má bara loka þessu öllu fyrir mér.“

Síðan voru einhverjir sem gagnrýndu Simma fyrir spurninguna en þá grunaði að hann væri að njósna um eftirsótta staði.

„Ég þori ekki að svara þessu, hvað ætlaru að gera við staðina sem fá flest atkvæði?“

Einhverjir gagnrýndu veitingastaði Foodco í athugasemdunum, en Simmi tengist þeirri keðju, sem rekur meðal annars Eldsmiðjuna og Saffran, ekki neitt, þó einhverjir í hópnum telji hann vinna fyrir Foodco. Það er hins vegar vinur Simma, Jóhannes Ásbjörnsson, eða Jói, sem er einn af aðaleigenda Gleðipinnans, sem varð til við samruna FoodCo og Gleðipinnans fyrir stuttu.

„Ég veit allavega hvaða staðir mega loka og það eru ALLLIR staðir í eigu FoodCo.“

„Væri flott að loka foodco til að rýma til fyrir góðum stöðum þeir virðast alltaf kaupa góða staði og skemma þá.“

„Plíís ekki fleiri Foodco staði, missa allir sjarmann, ferskleikann og touchið þegar þeir lenda í stóra excel skjalinu! Dæmi en ekki bara nöldur, Eldsmiðjan og Saffran. Ég vil sjá áfram staði sem eru reknir af ást og metnaði, dæmi Von í HFJ, Coocos nest og Mandí . Pís out!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Bjóddu í bröns – Fjórir ómótstæðilegir réttir

Bjóddu í bröns – Fjórir ómótstæðilegir réttir
Matur
Fyrir 1 viku

Við höfum verið að raða vitlaust í uppþvottavélina í öll þessi ár

Við höfum verið að raða vitlaust í uppþvottavélina í öll þessi ár
Matur
Fyrir 2 vikum

Ekki hætta við ef þú átt ekki eitthvað til – Það er ýmislegt hægt að gera til að redda sér í eldhúsinu

Ekki hætta við ef þú átt ekki eitthvað til – Það er ýmislegt hægt að gera til að redda sér í eldhúsinu
Matur
Fyrir 2 vikum

Jennifer Aniston fann mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að gera þetta

Jennifer Aniston fann mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að gera þetta
Matur
Fyrir 3 vikum

Einn þekktasti matreiðslumeistari landsins gefst upp og skellir í lás – „Vann myrkranna á milli, fleiri hundruð klukkutíma í mánuði“

Einn þekktasti matreiðslumeistari landsins gefst upp og skellir í lás – „Vann myrkranna á milli, fleiri hundruð klukkutíma í mánuði“
Matur
Fyrir 3 vikum

Fimm mínútna redding Maríu – Ímyndaði sér aldrei að hún yrði fjögurra barna móðir

Fimm mínútna redding Maríu – Ímyndaði sér aldrei að hún yrði fjögurra barna móðir
Matur
Fyrir 3 vikum

Geggjað rækjupasta – Fullkominn helgarmatur

Geggjað rækjupasta – Fullkominn helgarmatur