Laugardagur 07.desember 2019
Matur

Kostulegar ófarir Evu Laufeyjar: „Ég hló smá upphátt en á sama tíma grét ég sárt“

DV Matur
Sunnudaginn 15. september 2019 12:47

Eva Laufey er sem betur fer með húmorinn í lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er algjör listakokkur og leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með því sem hún töfrar fram í eldhúsinu.

Eva Laufey lenti hins vegar í kostulegu atviki sem hún deilir með fylgjendum sínum, en atvikið tengist afmælisköku og óprúttnum mávi.

„Elska að baka kökur og sérstaklega fyrir sérstök tilefni. Eins og þið sjáið er þetta afmæliskaka og tölustafurinn einn. Ég ætlaði að kæla kökuna úti í smá stund og þá er ég að meina í örfáar mínútur eins og ég geri oft þegar kakan er of stór í ísskápinn,“ skrifar Eva Laufey við mynd af hálfétinni afmæliskökunni.

„Vinalegur mávur sá sér leik á borði og gúffaði á meðan ég sá ekki til. Vonandi naut hann vel. Einmitt það já,“ bætir Eva Laufey við.

Myndin hefur vakið mikla athygli á Instagram og margir sem virðast skemmta sér konunglega yfir þessum óförum.

„Ok, ég hló smá upphátt en á sama tíma grét ég sárt fyrir þína hönd,“ skrifar áhrifavaldurinn Eva Ruza til að mynda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum
Matur
Fyrir 1 viku

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi