fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Matur

Björgvin Páll: Ég ætla aldrei að vera óþolandi gæinn í matarboðum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltakappinn Björgvin Páll Gústavsson er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem eru á ketómataræðinu. Flestir fara á ketó til að grennast en það er alls ekki markmið Björgvins. Hann vill heldur bæta samband sitt við mat og gerir það í gegnum alls kyns tilraunir með mataræði.

„Ég átti frekar undarlegt samband við mat sem einkenndist af því að ég var að berjast við það að koma ofan í mig fimm til sex þúsund hitaeiningum á dag til þess að halda þyngd. Ég var með gríðarlega hraða brennslu, var að æfa gríðarlega mikið og sinna alls kyns hliðarverkefnum sem kostuðu orku; bæði líkamlega og andlega,“ segir Björgvin og heldur áfram. „Dagurinn minn snerist gríðarlega mikið um mat og þó svo að næringin hafi verið holl þá var hún í þessum týpísku „gömlu“ viðmiðum, þar sem kolvetnin voru minn helstu orkugjafi. Það var mataræði sem hentaði mér í raun gríðarlega illa þar sem ég fékk mjög mikið af blóðsykurföllum og fleira. Blóðsykurföllin og sú þekking á næringu sem ég öðlaðist þegar ég lærði bakstur á sínum tíma fyrir fimmtán árum var svolítið kveikjan að því að færa mig yfir í réttu kolvetnin, yfir í LKL, yfir í ketó, yfir í TKD og að lokum JKD, sem er í raun það sem ég kalla mataræðið mitt því mín fyrirmynd í mataræðinu um þessar mundir heitir Dr. Jordan Joy.“

Ekki ketóflensa heldur kolvetnaflensa

Mikið hefur verið talað um alls kyns fylgikvilla þess að byrja á ketó, þá aðallega svokallaða ketóflensu sem virðist leggjast á þá sem sneiða hjá kolvetnum. Björgvin segir ákveðinn misskilning ríkja um þessa flensu.

„Þessi blessaða ketóflensa er eitthvað sem ætti í raun að heita kolvetnaflensa, þar sem einkennin tengjast því að við erum orðin svo kolvetnaháð. Ég var á þannig stað andlega og líkamlega að einhver smá höfuðverkur eða slappleiki var ekkert til að tala um og ég fór að finna fyrir kostum þess að vera á ketó frekar fljótt,“ segir kappinn.

Verðum fróðari með hverjum deginum

Þeir sem taka ketómataræðið alla leið þurfa að halda sig undir fimmtíu grömmum af kolvetnum á dag og í einhverjum tilvikum heldur fólk sig undir tuttugu grömmum af kolvetnum á dag. Björgvin segir það alls ekki einu leiðina til að vera ketó. Hann er ekki á mataræðinu til að léttast.

„Ef markmiðið er að léttast þá er hægt að fara milljón leiðir og er ketó ein öflug leið til þess. Ég er hins vegar ekkert brjálæðislega spenntur fyrir þeim pælingum öllum, enda er það alls ekki mitt markmið. Ég held að ketó á Íslandi sé í ákveðnu þroskaferli og fólk mun hægt og rólega átta sig á því að tuttugu til fimmtíu grömm af kolvetnum er ekki eina leiðin til að vera ketó og að mínu mati ekki æskilegt til lengri tíma. Tuttugu gramma viðmiðin voru sett upp á sínum tíma til þessa að vinna bug á sjúkdómum, ef internetið er ekki að ljúga að mér, og ýmsir hópar sem styðjast við það ketó til þess að ná tökum á sínum veikindum. Eins og með allt annað þarf þetta að fara út í öfgar til þess að finna jafnvægi á einhverjum tímapunkti. Eins og staðan er núna veit í raun enginn nákvæmlega hvað það þýðir fyrir mannveruna að vera ketó. Við verðum þó fróðari með hverjum deginum.“

Allt er gott í hófi

Björgvin segist finna mikinn mun á sér sem íþróttamanni eftir að hann byrjaði á ketó; hann er léttari á sér, tekur betri ákvarðanir og með jafnari orku. Hann elskar svokallað Bulletproof-kaffi, neytir fæðubótarefna og elskar að finna nýjar og gómsætar leiðir til að matreiða salöt.

En er eitthvað sem hann saknar úr mataræðinu eins og það var fyrir ketó?

„Já, það kemur alveg fyrir að ég sakni einhverra hluta. Fegurðin við mitt mataræðið er einmitt að ég leyfi mér það sem mig langar í. Það mikilvægasta af öllu er meðvitundin. Við fjölskyldan erum til dæmis með pítsukvöld sirka tvisvar sinnum í mánuði og þá hendi ég í pítsu frá grunni með öllu því sem mig langar í. Með því næ ég til dæmis að næra bakarann í mér og einnig eiga geggjaða fjölskyldustund. Það er hluti af mataræði mínu að leyfa mér þegar það hjálpar mér á öðrum sviðum. Ég ætla aldrei að verða óþolandi gæinn sem borðar ekki matinn í matarboðum, heldur er ég bara mjög meðvitaður um magnið sem ég set ofan í mig og hvernig ég vinn úr því,“ segir Björgvin og brosir. „Ef ég tek til dæmis svindlkvöld þá nota ég þá kolvetnaorku sem er í skrokknum í að lyfta og taka geggjaða æfingu daginn eftir. Allt er gott í hófi og það á líka við um ketó.“

Útskýringar á skammstöfunum

LKL – Lágkolvetnamataræði
TKD – Targeted Ketogenic Diet (Þetta mataræði er eilítið frábrugðið hefðbundnu ketómataræði. Á TKD er spáð í hvenær kolvetna er neytt og er það gert fyrir eða eftir æfingu eða meðan á henni stendur)
JKD – Ketómataræði sem kennt er við Dr. Jordan Joy

Skothelt Bulletproof-kaffið er mjög vinsælt meðal ketóliða.

Hvað er Bulletproof-kaffi?
Bulletproof-kaffi er bara kaffi með smjöri og MCT-olíu. Kaffið ku gefa þér meiri orku og hjálpa þér að léttast og er því vinsælt á meðal þeirra sem eru á ketó- og paleomataræðinu. Holl fita í kaffinu kemur úr smjörinu og olíunni.

Hvernig býr maður til Bulletproof-kaffi?
Hellið upp á kaffi eins og vanalega og blandið tveimur matskeiðum og smjöri og einni matskeið af MCT-olíu saman við. Þessi hlutföll eru ekki heilög og hægt að fikra sig áfram þar til rétta blandan næst. Einnig er gott að blanda smá salti og kanil saman við. Setjið þetta í blandara og blandið þar til drykkurinn er silkimjúkur og drekkið svo á meðan hann er enn heitur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu
Matur
Fyrir 2 vikum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum
Matur
Fyrir 3 vikum

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
05.06.2020

Girnilegar ostakökur á korteri

Girnilegar ostakökur á korteri
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
30.05.2020

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska
Matur
27.05.2020

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum