Sunnudagur 15.desember 2019
Matur

Þetta er viðskiptajöfurinn sem eyðir 125 þúsund krónum í mat á dag

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 21:00

Kevin O’Leary er mikill matmaður. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski viðskiptajöfurinn Kevin O’Leary, sem er hvað þekktastur fyrir að vera dómari og fjárfestir í raunveruleikaþáttunum Shark Tank, segir í viðtali við CNBC að hann eyði þúsund dollurum, rétt tæplega 125 þúsund krónum, á dag í mat. Þetta hljómar vissulega eins og glapræði og bissnessmaðurinn er algjörlega meðvitaður um það.

„Ég er slæm fyrirmynd þegar kemur að því hvað ég eyði miklu í mat á mánuði,“ segir hann.

Þessi mikli matarkostnaður á hverjum degi helgast af því að Kevin þarf oft að bjóða fólki út að borða vegna vinnunnar, sem og kaupa vín með matnum. Hann vill borga fyrir það sjálfur.

„Ég vil ekki skulda neinum neitt,“ segir hann. „Ég vil endilega borga reikninginn. Ég geri það oftast,“ bætir hann við. Þess má geta að um morguninn áður en viðtalið var tekið var Kevin búinn að eyða tvö hundruð dollurum, tæplega 25 þúsund krónum, í morgunmat.

Kevin varð milljarðamæringur þegar að fyrirtækið Mattel keypti hugbúnaðafyrirtæki hans, The Learning Company, árið 1999. Hann segist reyna að borða hollt og það útskýri einnig háan matarreikning. Í viðtalinu við CNBC segir hann að venjulegt fólk, sem þéni ekki milljónir, ætti aldrei að eyða meira en tuttugu prósent af útborguðum launum í mat á veitingastöðum. Þá mælir hann með því að fólk borði heima fjóra til sex daga vikunnar með það að markmiði að eyða aðeins tíu prósent af útborguðum launum á veitingastöðum og börum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Ef þú geymir eggin þín svona ertu að gera stór mistök

Ef þú geymir eggin þín svona ertu að gera stór mistök
Matur
Fyrir 1 viku

Komst að framhjáhaldi eiginmannsins á ótrúlegan hátt

Komst að framhjáhaldi eiginmannsins á ótrúlegan hátt
Matur
Fyrir 1 viku

Smákökur hringja inn aðventuna – Sjáið uppskriftirnar

Smákökur hringja inn aðventuna – Sjáið uppskriftirnar
Matur
Fyrir 2 vikum

Karitas varpaði sprengju á Twitter – „Ég er svo orðlaus yfir þessu“

Karitas varpaði sprengju á Twitter – „Ég er svo orðlaus yfir þessu“
Matur
Fyrir 2 vikum

Súpan sem gerir góðan dag enn betri – Uppskrift

Súpan sem gerir góðan dag enn betri – Uppskrift
Matur
Fyrir 2 vikum

Matarmógúll látinn aðeins 38 ára að aldri – Deitaði Britney Spears og Jennifer Aniston

Matarmógúll látinn aðeins 38 ára að aldri – Deitaði Britney Spears og Jennifer Aniston
Matur
Fyrir 2 vikum

Saga Royal-búðingsins – Fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni: „Fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda“

Saga Royal-búðingsins – Fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni: „Fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda“
Matur
Fyrir 3 vikum

Starfsmaður McDonalds gerði þetta á hverjum degi án þess að viðskiptavinir vissu það – Kallaður hetja

Starfsmaður McDonalds gerði þetta á hverjum degi án þess að viðskiptavinir vissu það – Kallaður hetja
Matur
Fyrir 3 vikum

Einfalt og hollt ketó snarl

Einfalt og hollt ketó snarl